Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

ÚR VÖR - Vefrit

Á næst­unni mun fara af stað tímarit á vefnum, eða vefrit eins og það kallast, sem ber nafnið ÚR VÖR. Þar verður fjallað um nýsköpun, menn­ingu, listir og frum­kvöðl­astarf og lögð áhersla á hvernig fólk á Vestfjörðum og víðsvegar um landið notar skap­andi aðferðir til að leita lausna.


Skrifað: 13. nóvember 2018

Fréttir

ÚR VÖR er staðsett á Vestfjörðum og verður áhersla lögð á þann landsfjórðung en mikilvægt er að veita öðrum fjórðungum athygli og mun það vera gert.

Það eru Aron Ingi og Julie Gasiglia, eigendur Hússins-Creative Space, sem skipa teymið á bakvið ÚR VÖR. Þau eru búin að setja af hópfjármögnun fyrir verkefnið á Karolina Fund, þar er hægt að styrkja verkefnið um upphæð að eigin vali, það munar um hverja krónu, margt smátt gerir eitt stórt! Það er hægt að forvitnast meira um ÚR VÖR á facebook síðu vefritsins eða á söfnunarsíðunni á Karolina Fund.