Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 3 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Útboð á sorp­hirðu í Vest­ur­byggð og Tálkna­firði

Vest­ur­byggð og Tálkna­fjörður hafa í samein­ingu óskað eftir tilboðum í sorp­hirðu til næstu fjög­urra ára hið minnsta.


Skrifað: 1. júlí 2021

Auglýsingar, Fréttir

Útboðið nær bæði yfir hirðu og eyðingu á sorpi fyrir sveitarfélögin, ásamt ósk um tilboð í þá þjónustu sem snýr að söfnun á lífrænu sorpi við heimili, móttaka og afsetning á ýmsum efnisflokkum, ásamt aðstöðu til móttöku á söfnunarsvæðum, bæði í þéttbýli og dreifbýli.

Um mjög viðamikið verkefni er að ræða þar sem horft verður til þess að Vesturbyggð og Tálknafjörður muni í mun meira mæli en nú er, horfa til endurnýtingar á þeim efnum sem nú skila sér frá íbúum, ásamt því að farið verður í vinnu við að innleiða þá hugmyndafræði að þeir sem menga minna greiða minna.

Skilafrestur fyrir tilboð er til 29. júlí kl. 12:00. Eftirfarandi hlekkur vísar á útboðið: http://utbodsvefur.is/sorphirda-vesturbyggd-og-talknafjordur/

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

Geir Gestsson geir@vesturbyggd.is / 450 2300