Hoppa yfir valmynd

Valda í Skjalda 2024

Þriðju­daginn 13. febrúar kl. 10 verður stutt­mynda­há­tíðin Valda í Skjalda haldin í Skjald­borg­ar­bíói.


Skrifað: 7. febrúar 2024

Auglýsingar

Hátíðin er nýsköpunarverkefni sem nemendur á unglingastigi í Vesturbyggð standa sjálfir að og innblásturinn er sóttur í heimildamyndahátíðina Skjaldborg sem haldin er á Patró ár hvert. Þema hátíðarinnar er jafnrétti og hvað við getum gert til að stuðla að því. Hátíðin er orðin árleg og fer fram í febrúar á hverju ári.

Öllum er frjálst að koma og aðgangur er ókeypis.