Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Varanleg salerni við hring­veginn

Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið stendur að fjár­fest­ingar­átaki um uppbygg­ingu varan­legra salerna á áning­ar­stöðum við hring­veginn. Fjár­fest­ingar­átakið er liður í að sporna við niður­sveiflu í efna­hags­lífinu í kjölfar heims­far­aldurs kórónu­veirunnar. Um er að ræða tíma­bundið fjár­fest­ingar­átak.

Verk­efni þar sem um er að ræða 40-50 km fjar­lægð frá næsta þétt­býli njóta forgangs, einkum á sunn­an­verðum Vest­fjörðum og Norð-Aust­ur­landi


Skrifað: 2. september 2021

Fréttir

Markmið fjárfestingarátaksins er að byggja upp varanleg salerni á áningarstöðum við hringveginn. Leitast verði við að dreifing salernanna um einstaka landshluta verði sem jöfnust og hugað verði að aðgengi fyrir alla.

Þeir sem geta sótt um að taka þátt eru einstaklingar og lögaðilar. Festur til að senda inn tilboð er til 27. september nk.

Fjárfestingarátakið nemur 100 m.kr. og verður þeim úthlutað í samræmi við fjölda umsókna og upphæð hverrar umsóknar.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna inná vefnum Útboðsvefur.is – opinber útboð.