Vegagerðin - Flokkstjóri Patreksfjörður
Starf flokkstjóra hjá þjónustustöðinni á Patreksfirði er laust til umsóknar. Starfshlutfall er 100%
Helstu verkefni og ábyrgð
- Viðhald, þjónusta og nýbyggingar vega á starfssvæði Vegagerðarinnar á Patreksfirði. Ýmis vinna í starfsstöð
Hæfniskröfur
- Almennt grunnnám
- Almenn ökuréttindi og meirapróf bifreiðastjóra
- Vinnuvélaréttindi æskileg
- Reynsla af ámóta störfum æskileg
- Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp
- Góðir samstarfshæfileikar
- Gott vald á íslenskri tungu
- Góð öryggisvitund
Umsóknarfrestur er til og með 21. október 2022
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttarfélag Vesturlands hafa gert.
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður. Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um. Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá hæfnikröfur sem óskað er eftir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Nánari upplýsingar
Kristinn Gunnar K. Lyngmo, deildarstjóri Vestfjarða – kristinn.g.k.lyngmo@vegagerdin.is – 522 1000
Bríet Arnardóttir, yfirverkstjóri – briet.arnardottir@vegagerdin.is – 522 1000
Sótt er um á heimasíðu Vegagerðarinnar https://www.vegagerdin.is/um-vegagerdina/laus-storf/