Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.
Vélamaður Patreksfirði
Vegagerðin auglýsir laust starf vélamanns á þjónustustöðinni á Patreksfirði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Viðhald, þjónusta og nýbyggingar vega á starfssvæði Vegagerðarinnar á Patreksfirði
- Ýmis vinna í starfsstöð
Menntunar- og hæfniskröfur
- Almenn menntun
- Almenn ökuréttindi
- Vinnuvélaréttindi/ meirapróf æskilegt
- Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp
- Gott vald á íslensku
- Góð öryggisvitund
- Almenn tölvukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 2. maí 2023
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkalýðsfélag Vestfirðinga hafa gert.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Í umsókninni komi fram upplýsingar um fyrri störf og upplýsingar um þær hæfnikröfur sem óskað er eftir. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.