Verkefnastjóri miðlunar
Vestfjarðastofa óskar eftir að ráða fjölhæfan og lausnamiðaðan verkefnastjóra miðlunar.
Um nýtt og spennandi verkefni er að ræða sem felur í sér fjölbreytt samskipti og samstarf. Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á að miðla upplýsingum um sókn Vestfirskra fyrirtækja og samfélaga.
Vestfjarðastofa er sjálfseignastofnun sem vinnur að hagsmunamálum íbúa, sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja á Vestfjörðum og ráðgjöf og
þjónustu tengda atvinnu- og byggðaþróun, frumkvöðlastarfsemi og menningu í víðum skilningi. Markmið Vestfjarðastofu er að efla atvinnulíf á Vestfjörðum, stuðla að velferð íbúa og styrkja Vestfirði sem búsetukost og áfangastað ferðamanna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með útgáfu og upplýsingamálum Vestfjarðastofu
- Styðja við miðlun fyrirtækja á Vestfjörðum
- Samskipti við ytri aðila s.s. fjölmiðla, sveitarfélög og hagaðila
- Öflun, greining og framsetning upplýsinga um Vestfirði
- Þátttaka í teymum og verkefnishópum á vegum Vestfjarðastofu
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi samskiptahæfni, metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Brennandi áhugi á atvinnu- og byggðamálum Vestfjarða
- Reynsla af umsjón með vefjum og samfélagsmiðlum
- Framúrskarandi hæfni í textagerð á íslensku og ensku
- Hugmyndaauðgi og drifkraftur
- Reynsla af verkefnastjórnun og teymisvinnu kostur
Fríðindi í starfi
- Sveigjanlegur vinnutími
Umsóknarfrestur er til og með 2. maí 2023
Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Búseta á Vestfjörðum er skilyrði og mun starfsstöð taka mið af búsetu viðkomandi.
Starfsstöðvar Vestfjarðastofu eru á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík.
Umsóknum um störfin þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Nánari upplýsingar ásamt því að taka við umsóknum gefur Sigríði Ó. Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu á netfanginu: sirry@vestfirdir.is