Verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar
Vesturbyggð auglýsir eftir metnaðarfullum og verkefnadrifnum einstaklingi í starf verkefnastjóra samfélagsuppbyggingar. Starfið er fjölbreytt og felur í sér verkefni þvert á öll svið sveitarfélagsins og náið samstarf með stjórnendum þess.
Meginviðfangsefni starfsins er að verkefnastýra tilteknum framkvæmdaverkefnum á vegum sveitarfélagsins, verkefni er varða innviðauppbyggingu og atvinnuþróun og vinna að stefnumótun sveitarfélagsins í samráði við starfsfólk og bæjarfulltrúa, ásamt innleiðingu og framkvæmd. Verkefnastjóri vinnur með stjórnendum að framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar. Um er að ræða spennandi framtíðarstarf í skemmtilegu og lifandi starfsumhverfi.
Leitað er eftir einstaklingi sem hefur reynslu af stjórnun verkefna, hefur tileinkað sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og býr yfir ríkum og góðum samskiptahæfileikum og þjónustulund.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Verkefnastjórn uppbyggingarverkefna
- Stefnumörkun sveitarfélagsins í samráði við bæjarstjóra, bæjarstjórn og starfsfólk sveitarfélagsins
- Vinna með sveitarfélaginu og hagaðilum að nýsköpun og eflingu atvinnulífs
- Samskipti við ýmsa hagaðila þar á meðal atvinnurekendur, íbúa og stjórnvöld
- Vinna við gerð styrkumsókna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af verkefnastjórnun æskileg
- Reynsla af opinberri stjórnsýslu kostur
- Þjónustulund, forystu- og samskiptahæfileikar
- Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og skipulagshæfileikar
- Áhugi á þátttöku í teymisstarfi og umbótaverkefnum
- Jákvæðni og aðlögunarhæfni
Vesturbyggð er vaxandi sveitarfélag þar sem jafnrétti, jafnræði og virðing er höfð að leiðarljósi. Starfið getur verið á mismunandi starfstöðvum innan sveitarfélagsins.
Vinnutími:Dagvinna
Starfshlutfall: 100%
Starfssvið: Fjármála- og stjórnsýslusvið
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum ef við á. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Við hvetjum áhugasöm um að sækja um óháð kyni og uppruna. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánar samkomulagi. Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Umsóknum skal skilað inn á Alfreð
Nánari upplýsingar veita Þórdís Sif Sigurðardóttir og Gerður B. Sveinsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.