Verkefnastjóri umhverfis- og loftslagsmála
Vestfjarðastofa óskar eftir að ráða öflugan verkefnastjóra umhverfis- og loftslagsmála til starfa.
Um nýtt og spennandi verkefni er að ræða sem hefur það að markmiði að efla hringrásarhagkerfið á Vestfjörðum og skerpa áherslur sveitarfélaga og fyrirtækja á sviði hringrásarhagkerfis, umhverfis- og loftslagsmála.
Vestfjarðastofa er sjálfseignastofnun sem vinnur að hagsmunamálum íbúa, sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja á Vestfjörðum og ráðgjöf og
þjónustu tengda atvinnu- og byggðaþróun, frumkvöðlastarfsemi og menningu í víðum skilningi. Markmið Vestfjarðastofu er að efla atvinnulíf á Vestfjörðum, stuðla að velferð íbúa og styrkja Vestfirði sem búsetukost og áfangastað ferðamanna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á mótun og framkvæmd verkefna málaflokksins
- Umsjón með stefnumótun í umhverfis- og loftslagsmálum á Vestfjörðum
- Umsjón með gerð svæðisáætlunar í úrgangsmálum á Vestfjörðum
- Stuðningur við sveitarfélög og fyrirtæki við verkefni á sviði umhverfis og loftslagsmála
- Samskipti, samstarf og samvinna við hagaðila og sveitarfélög
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi helst á sviði umhverfis, loftslags eða hringrásarhagkerfis
- Framúrskarandi samskiptahæfni, metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Brennandi áhugi á hringrásar, umhverfis- og loftslagsmálum
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Reynsla af verkefnastjórnun og teymisvinnu kostur
- Áhugi og vilji til að stuðla að öflugri Vestfjörðum
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku. Fleiri tungumál eru kostur
Fríðindi í starfi
- Sveigjanlegur vinnutími
Umsóknarfrestur er til og með 2. maí 2023
Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Búseta á Vestfjörðum er skilyrði og mun starfsstöð taka mið af búsetu viðkomandi.
Starfsstöðvar Vestfjarðastofu eru á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík.
Umsóknum um störfin þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Nánari upplýsingar ásamt því að taka við umsóknum gefur Sigríði Ó. Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu á netfanginu: sirry@vestfirdir.is