Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Verk­falls­að­gerðir og áhrif á þjón­ustu

Boðaðar hafa verið verk­falls­að­gerðir aðild­ar­fé­laga BSRB og munu aðgerð­irnar ná til 39 starfs­manna Vest­ur­byggðar. Munu verk­falls­að­gerðir því hafa veruleg áhrif á þjón­ustu sveit­ar­fé­lagsins þá daga sem aðgerðir standa yfir. Misjafnt er á milli stofnana Vest­ur­byggðar hver áhrif verk­fallsins verða og í flestum tilvikum er um skerta þjón­ustu að ræða eða styttri opnun­ar­tíma. Ákveðnar stofn­anir þurfa þó að loka alveg á meðan verk­falls­að­gerðum stendur.


Skrifað: 6. mars 2020

Fréttir

Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir eru áætlaðar á eftirtöldum dögum:

  • Mánudaginn 9. mars
  • Þriðjudaginn 10. mars
  • Þriðjudaginn 17. mars
  • Miðvikudaginn 18. mars
  • Þriðjudaginn 24. mars
  • Fimmtudaginn 26. mars
  • Þriðjudaginn 31. mars
  • Miðvikudaginn 1. apríl

Verkfallsaðgerðir munu hafa eftirtalin áhrif á þjónustu sveitarfélagsins:

Stjórnsýslu- og fjármálasvið

Símasvörun í Ráðhúsi Vesturbyggðar verður takmörkuð og íbúum bent á að senda fyrirspurnir á vesturbyggd@vesturbyggd.is

Þjónusta menningar- og ferðamálafulltrúa fellur niður.

Umhverfis- og framkvæmdasvið

Þjónusta vegna Fasteigna Vesturbyggðar, ábendingar og úrlausn er kemur að viðhaldi eða leigumál, fellur niður.

Fasteignir í eigu Vesturbyggðar, öll viðhaldsmál sem ekki eru í ferlum nú þegar verður ekki sinnt.

Vatnsveitu- og fráveitumálum verður ekki sinnt. Ef upp koma neyðartilvik eða mál sem snúa að hreinlæti og öryggi íbúa skal hafa samband við yfirmenn þjónustumiðstöðva Vesturbyggðar.

Dýrahald, ef um neyðartilvik er að ræða skal haft samband við yfirmenn þjónustumiðstöðva Vesturbyggðar.

Félagsheimili Patrekfjarðar (FHP) verður lokað og þá daga sem verkfall stendur yfir verður ekki svarað í síma.

Birkimelur á Barðaströnd verður lokað og þá daga sem verkfall stendur yfir verður ekki svarað í síma.

Fjölskyldusvið

Þjónusta ráðgjafa félagsþjónustu fellur niður.

Heimaþjónusta fellur niður.

Brattahlíð, þar verður skertur opnunartími og verður opið frá kl. 7-15 og svo frá kl. 17-21 þá daga sem verkfallið stendur yfir.

Eyrasel á Patreksfirði verður lokað.

Leikskólinn Araklettur, þar verður ein deild lokuð og takmörkuð þjónusta á öðrum deildum leikskólans og hafa forráðamenn verið látnir vita af skertri þjónustu. Athygli er vakin á því að forráðamenn greiða ekki leikskólagjöld fyrir þann tíma sem barn fær ekki vistun vegna verkfalls og ekki er greitt fyrir máltíðir sem falla niður.

Leikskólinn Tjarnarbrekka, þar verður opið frá kl. 8-14 mánudaginn 10. mars en lokað þriðjudaginn 11. mars og hafa forráðamenn verið látnir vita af skertri þjónustu. Athygli er vakin á því að forráðamenn greiða ekki leikskólagjöld fyrir þann tíma sem barn fær ekki vistun vegna verkfalls og ekki er greitt fyrir máltíðir sem falla niður.

Patreksskóli, þar verða óveruleg áhrif og hafa viðkomandi forráðamenn verið látnir vita af skertri þjónustu.

Bíldudalsskóli, þar verða óveruleg áhrif en lokun leikskólans Tjarnarbrekku kann að hafa áhrif og hafa viðkomandi forráðamenn verið látnir vita af skertri þjónustu.

Frístund á Bíldudal og á Patreksfirði verður lokuð. Athygli er vakin á því að forráðamenn greiða ekki fyrir dvöl barna þá daga sem þjónustan fellur niður.

Þá er vakin athygli á því að tilteknir starfsmenn sveitarfélagsins eru undanskildir verkfallsheimild: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=33530a48-2e6c-4e96-ba5f-0e84db216279

Önnur þjónusta og starfsemi innan stofnana Vesturbyggðar verður óbreytt á meðan aðgerðum stendur. Við biðjum þó íbúa og þjónustuþega í Vesturbyggð að fylgjast vel með frekari tilkynningum og upplýsingum frá stofnunum sveitarfélagsins á meðan aðgerðum stendur.