Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Vest­fjarða­stofa leitar að starfs­manni á Patreks­firði

Vest­fjarða­stofa leitar að verk­efna­stjóra með starfs­stöð á Patreks­firði. Verk­efna­stjóri sinnir verk­efnum sem varða atvinnulíf og byggða­þróun á öllum Vest­fjörðum. Megin­á­herslur í starfi verk­efna­stjóra eru á sviði fisk­eldis og sjáv­ar­út­vegs.


Skrifað: 3. maí 2019

Starfsauglýsingar

Vestfjarðastofa er að leita að verkefnastjóra sem hefur góða samskiptahæfni, frumkvæði og aðlögunarhæfni í breytilegum aðstæðum og fjölbreyttum verkefnum. Mikilvægt er að verkefnastjóri geti unnið bæði sjálfstætt og sem hluti af teymum.

Menntun og hæfni

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun æskileg
  • Góð þekking á sjávarútvegi og/eða fiskeldi skilyrði
  • Reynsla af verkefnastjórnun æskileg
  • Reynsla af ráðgjöf eða atvinnuþróun kostur
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu kostur
  • Hæfni til að móta nýjar leiðir og leita að stöðugum umbótum kostur

Æskilegt er að verkefnastjóri geti hafið störf sem fyrst.
Laun eru skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og BHM.

    Umsóknarfrestur er til og með 17. maí 2019

    Áhugasamir sendi kynningarbréf og ferilskrá á netfangið sirry@vestfirdir.is

    Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ó. Kristjánsdóttir í síma 861 4913 eða ofangreindu netfangi.