Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Vesturbyggð á Mannamótum
Vesturbyggð verður með bás á Mannamótum markaðsstofanna í Kórnum í Kópavogi þann 19. janúar kl. 12-17.
Þar verða ferðaþjónustuaðilar frá öllum landshlutum að kynna sína starfsemi, þar með talið frá Vesturbyggð og Vestfjörðum öllum. Öll eru velkomin á Mannamót en gestir eru hvattir til að skrá sig á heimasíðu markaðsstofanna. Þar má jafnframt finna nánari upplýsingar um markaðsstofurnar og viðburðinn sjálfan.
Ferðaþjónar í Vesturbyggð sem sá sér ekki fært að vera með kynningu geta haft samband við menningar- og ferðamálafulltrúa Vesturbyggðar sem sér um að koma kynningarefni þeirra til skila.