Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 3 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Vest­ur­byggð plokkar 2021!

Vest­ur­byggð tekur þátt í Stóra plokk­deg­inum en hann verður helgina 23.-25. apríl n.k.


Skrifað: 21. apríl 2021

Fréttir

Plokk er:

  • Útivist
  • Fjölskylduvænt
  • Umhverfisvænt
  • Covid-vænt
  • Einfalt í framkvæmd

Vegna sóttvarna ætlum við ekki að blása í hóp plokk heldur hvetjum við alla til að “búbblu-plokka” með sínum nánustu um helgina. Að plokka gefur fólki gott tækifæri til að sameina útiveru og hreyfingu sem og að sýna umhverfinu og samfélaginu kærleik í verki. Þetta er tilvalið verkefni í þar sem auðvelt er að virða fjarlægðartakmörk. Plokk fegrar umhverfi okkar og náttúru en víða er mikið af plasti og rusli eftir stormasaman vetur.

Vesturbyggð óskar að sjálfsögðu eftir þátttöku frá öllum sem vettlingi geta valdið en sérstök áskorun er til þátttöku frá:

  • Forystufólki sveitarfélagsins
  • Lionsklúbbi Patreksfjarðar
  • Kvenfélögunum
  • Slysavarnadeildunum
  • Íþróttafélögunum
  • Börnum og ungmennum

PLOKKTRIXIN 8:

  1. Finna eða fá útvegað svæði til að plokka á og hvetja alla fjölskyldumeðlimi til þátttöku
  2. Tengja sig inn á stofnaðan viðburð, „Stóri Plokkdagurinn 2021“
  3. Útvega sér ruslapoka og hanska
  4. Klæða sig eftir aðstæðum og veðri
  5. Virða samkomubann og gæta fjarlægðar
  6. Koma afrakstrinu í gáma sem verða staðsettir við áhaldahús á Patreksfirði og Björgunarsveitarhúsið á Bíldudal
  7. Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta hættulega hluti vera, en jafnramt að tilkynna það foreldrum eða öðrum sem geta hjálpað
  8. Vera dugleg að nota samfélagsmiðla – setja inn myndir á Facebook og Instagram með myllumerkjunum #vesturbyggdplokkar2021 og #plokk2021 þannig að til verði skemmtilegt safn af plokkmyndum

Vonum að sem flestir taki þátt!