Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Viðauki við innviða­grein­ingu Vest­ur­byggðar

Á fundi bæjar­ráðs  þann 6. júlí sl. voru kynnt drög að viðauka við innviða­grein­ingu Vest­ur­byggðar.  Efla verk­fræði­stofa vann drögin í samstarfi við sveit­ar­fé­lagið.


Skrifað: 8. júlí 2021

Árið 2019 vann Vesturbyggð ásamt verkfræðistofunni Eflu innviðagreiningu sem miðaði að því að kortleggja stöðu atvinnurekstrar í sveitarfélaginu og hvernig hægt væri til framtíðar að skapa aðstöðu fyrir þau fyrirtæki sem hug höfðu á að efla sinn rekstur enn frekar innan sveitarfélagsins auk aðstöðusköpunar fyrir ný fyrirtæki. Með auknu fiskeldi og auknum umsvifum í öðrum atvinnugreinum varð viðsnúningur í atvinnumálum í Vesturbyggð. Þetta gerði það einnig að verkum að sveitarfélagið hefur fundið fyrir vaxtaverkjum m.t.t innviða eins og á hafnarsvæðum og á fasteignamarkaði svo dæmi séu nefnd.

Á vormánuðum var tekin ákvörðun um að fá verkefræðistofuna Eflu til að vinna viðauka við innviðagreininguna sem miðaðist við það að greina ólíkar sviðsmyndir sem upp gætu komið ef forsendubreytingar verða við slátrun á laxi í sveitarfélaginu.  Nú liggja fyrir drög að viðaukanum og voru þau drög lögð fyrir á fundi bæjarráðs þriðjudaginn 6. júlí þar sem bókað var um að birta skyldu drögin á heimasíðu sveitarfélagsins og óska eftir athugasemdum frá íbúum og fyrirtækjum.

Frestur er gefin til að senda inn athugasemdir og/eða ábendingar við viðaukann til og með 15. ágúst nk. Hægt er að senda athugasemdir  á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is og merkja: Athugasemdir við innviðagreiningu.