Hoppa yfir valmynd

Viður­kenning Jafn­væg­is­vog­ar­innar

Vest­ur­byggð hlaut viður­kenn­ingu Jafn­væg­is­vog­ar­innar fyrir árið 2024 og er þar með eitt af 15 sveit­ar­fé­lögum sem hlutu þessa viður­kenn­ingu í ár.


Skrifað: 14. október 2024

Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), veitir viðurkenningu þeim sveitarfélögum, fyrirtækjum og stofnunum sem hafa náð fram markmiðum um jafnari kynjahlutföll í efsta stjórnendalagi.

Viðurkenningin er staðfesting á skuldbindingu Vesturbyggðar við að tryggja jafnan aðgang kynjanna að stjórnunarstöðum, en markmið Jafnvægisvogarinnar er að stuðla að 40/60 hlutfalli kynjanna á þessum vettvangi.