Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Viður­kenning Jafn­væg­is­vog­ar­innar 2021

Vest­ur­byggð hlaut í gær viður­kenn­ingu Jafn­væg­is­vogar FKA árið 2021. Tilkynnt var um viður­kenn­ing­ar­hafa á staf­rænni ráðstefnu FKA í beinni útsendinu á ruv.is


Skrifað: 15. október 2021

Fréttir

Jafnvægisvogin er samstarfsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu, forsætisráðuneytisins, Sjóvá, Deloitte, Pipar/TBWA og Morgunblaðsins.

Verkefninu var komið á fót á árinu 2017 og hefur náð að festa sig í sessi sem mikilvægur þáttur í því að vekja fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög til umhugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis með auknum jöfnuði kynja í stjórnunarstöðum.

Eliza Reid forsetafrú flutti ávarp og veitti viðurkenningar Jafnvægisvogarinnar 2021. Friðbjörg Matthíasdóttir tók við viðurkenningunni fyrir hönd Vesturbyggðar.