Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Vilt þú hafa áhrif? – Endur­skoðun Aðal­skipu­lags Vest­ur­byggðar 2018-2030

Hefur þú áhuga á að vinna að endur­skoðun aðal­skipu­lags í Vest­ur­byggð?

Aðal­skipulag er skipu­lags­áætlun sem nær til alls lands sveit­ar­fé­lagsins og þar er sett fram stefna um fram­tíð­ar­notkun lands og fyrir­komulag byggðar.


Skrifað: 10. ágúst 2018

Auglýsingar, Skipulög í auglýsingu

Óskað er eftir aðilum sem eru tilbúnir að sitja í stýrihópum vegna endurskoðunar aðalskipulags, en hópunum er skipt niður eftir eftirfarandi málefnum:

Atvinnulíf og samgöngur

Orku og auðlindamál

Byggð, menning og samfélag

Umhverfismál og náttúruvernd   

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt skulu senda póst á undirritaða fyrir 24.ágúst n.k. og tilgreina í hvaða hóp þau vilja starfa í. Áætlað er að halda ca. 3 fundi í hverjum hóp þar sem málefnin eru rædd.