Viltu losa þig við stórt eða þungt járn
Fimmtudaginn 18. ágúst og næstu daga þar á eftir mun fyrirtækið HP Gámar í samstarfi við Kubb, vinna að því að fjarlægja járnadrasl á sunnanverðum Vestfjörðum.
Ef þú hefur í þínum fórum járn í stærri kantinum sem þú vilt losna við, bílar eða svipað (bara stærri hlutir) er þarna tækifæri til að koma því í endurvinnslu án þess að greiða fyrir móttöku.
Þeir sem geta hugsað sér að koma efni til úrvinnslu geta sett sig í samband við eftirfarandi aðila til að fá meiri upplýsingar um verkið.
Sigmar HP gámar, sími 893 3719
Vesturbyggð hvetur alla sem hafa járn í sínum fórum og hafa hugsað sér að koma því í endurvinnslu að nýta sér þetta tækifæri, sérstaklega þar sem ekki eru líkur á að svona söfnun muni eiga sér stað aftur hér á svæðinu þar sem framtíðarferill í meðförum járns verður að keyra járni í burtu jafnóðum og söfnun hefur átt sér stað.