Hoppa yfir valmynd

Vinna við samein­ingu - upplýs­inga­gjöf til íbúa

Nú er um mánuður síðan síðasti upplýs­inga­póstur var sendur út.  Daglega er unnið að samein­ing­unni bæði hjá starfs­fólki sveit­ar­fé­lag­anna og kjörnum full­trúum og er í mörg horn að líta. Mikið mun vinnast áður en til samein­ing­ar­innar kemur 19. maí nk. en ýmiss vinna mun bíða sameinaðs sveit­ar­fé­lags.

Hér að neðan má líta það sem helst hefur verið á dagskrá síðustu vikna.


Skrifað: 14. mars 2024

Samþykktir nýs sveitarfélags

Nýjar samþykktir sameinaðs sveitarfélag voru samþykktar á síðasta fundi undirbúningsstjórnar þann 4. mars sl.  og hafa þær verið sendar til innviðaráðuneytisins til staðfestingar. Með samþykktunum voru sendar reglur um íbúakosningu í heimastjórnir og samantekt yfir samþykktir, reglur og gjaldskrár sveitarfélaganna. Er nú beðið  eftir afgreiðslu ráðuneytisins en hún er forsenda þess að sveitarfélögin hafi heimild til að sameinast.

Nafn á sameinað sveitarfélag

Eins og kom fram í síðasta upplýsingapósti og margir hafa tekið eftir var óskað eftir tillögum og nafn á sameinað sveitarfélag frá íbúum. Fjölmargar tillögur bárust og var það niðurstaða undirbúningsstjórnar að senda tillögurnar til örnefnanefndar til umsagnar.

Kynning á frambjóðendum til heimastjórna

Samhliða sveitarstjórnarkosningum verður kosið í heimastjórnir. Tveir fulltrúar íbúa eru kosnir á hverjum stað en það verða fjórar heimastjórnir. Á Patreksfirði, Arnarfirði, Tálknafirði og Barðaströnd og gamla Rauðasandshreppi. Allir íbúar hvers svæðis eru í framboði og kýs hver íbúi einn einstakling á því svæði sem hann býr. Þeir tveir sem fá flest atkvæði á hverju svæði munu sitja í heimastjórn fyrir sitt svæði næstu tvö árin eða þar til kosið verður næst til sveitarstjórnar.

Þar sem allir eru í framboði er gott að þeir sem sérstakan áhuga hafa á því að sitja í heimastjórnum láti vita af sér. Hægt verður að senda inn kynningartexta og mynd muggsstofa@vesturbyggd.is sem birt verður á heimasíðu Vesturbyggðar þegar líða fer að kosningu.

Þar sem aðrar reglur gilda um kosningu í heimstjórn sem telst til íbúakosningar en kosningu í sveitarstjórn þá verður utankjörfundaatkvæðagreiðslan fyrir kosninguna í heimsstjórn með svipuðu sniði og fyrir sameiningakosninguna, hjá sveitarfélögunum en ekki hjá sýslumanni eins og gildir um hefðbundnar kosningar.

Nánari leiðbeiningar verða sendar út þegar nær dregur.

Yfirkjörstjórn

Skipuð hefur verið sameiginleg yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninganna og jafnframt vegna forsetakosninga sem verða í byrjun júní.

Yfirkjörstjórn skipa þau, Hafdís Rut Runólfsdóttir, Sigurvin Hreiðarsson og Finnbjörn Bjarnason.

Upplýsingakerfin, samningar og heimasíður

Vinna við yfirferð á heimasíðu er í fullum gangi og fengum við Greip Gíslason ráðgjafa og Kolofn til þess að vinna það með okkur en bæði Greipur og Kolofon komu að vinnu við núverandi heimasíðu Vesturbyggðar og þekkja því vel til. Starfsmenn beggja sveitarfélaga  vinna að uppfærslunni með þeim Greip og Kolofon.

Unnið er að því að stilla upp rekstri sveitarfélaganna og flétta saman fjárhagskerfum ásamt því að færa upplýsingar úr launakerfi Tálknafjarðarhrepps yfir í launakerfi Vesturbyggðar.

 

 

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

NLS

nannalilja@vesturbyggd.is/+354 450 2300