Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Vinnu­véla­nám­skeið í lok ágúst

Vinnu­eft­ir­litið í samvinnu við Fræðslumið­stöð Vest­fjarða, stendur fyrir námskeiði í stjórnun minni vinnu­véla.

Frum­nám­skeið á íslensku á Patreks­firði dagana 29., 30. og 31. ágúst 2018.

Frum­nám­skeið á Pólsku á Patreks­firði dagana 10., 11. og 12. sept­ember 2018.

Kennt er frá 09:00 til 12:00 og 13:00 til 16:00 alla dagana en í lok síðasta dags er bóklegt próf.


Skrifað: 27. ágúst 2018

Auglýsingar

Námskeiðið veitir bókleg réttindi á:

  • Lyftara með 10 tonna lyftigetu og minni – J flokkur
  • Dráttarvélar með tækjabúnaði og minni gerðir jarðvinnuvéla (4t og undir) – I flokkur
  • Körfukrana og steypudælur – D flokkur
  • Valtara – L flokkur
  • Útlagningarvélar fyrir bundið slitlag – M flokkur
  • Hleðslukrana á ökutækjum með allt að 18 tm lyftigetu – P flokkur

Námskeiðið kostar 47.000 skráning er á heimasíðu Vinnueftirlitsins hér.

Nánari upplýsingar og spurningar í síma 550 4600 eða netfanginu vinnueftirlit@ver.is