Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 2 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Yfir­lýsing frá bæjar­stjórn Vest­ur­byggðar og sveit­ar­stjórn Tálkna­fjarð­ar­hrepps varð­andi Breiða­fjarð­ar­ferjuna Baldur

Enn og aftur berast fréttir af bilun í Breiða­fjarð­ar­ferj­unni Baldri með yfir hundrað manns um borð. Margoft hefur verið bent á það örygg­is­leysi sem fylgir því að vera með gamalt skip í sigl­ingum yfir Breiða­fjörð sem hefur ítrekað bilað. Að leggja líf fólks í hættu við að sigla með þessu skipi er algjör­lega óboð­legt og á ekki að líðast með nokkru móti. Sveit­ar­stjórn Tálkna­fjarð­ar­hrepps og bæjar­stjórn Vest­ur­byggðar hafa ítrekað sent frá sér yfir­lýs­ingar um ónægju sína með ástand mála, átt marga fundi með forsvars­mönnum Vega­gerð­ar­innar og rætt við samgöngu­yf­ir­völd um úrbætur en enn bilar Baldur. Nú er nóg komið og stjórn­völd verða að bregðast við með tafar­lausum úrbótum.


Skrifað: 18. júní 2022