Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 6 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Yfirlýsing frá Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi
Bæjarstjóri Vesturbyggðar, Rebekka Hilmarsdóttir og oddviti Tálknafjarðarhrepps, Bjarnveig Guðbrandsdóttir, gera alvarlegar athugasemdir við fréttaflutting Ríkisútvarpsins um eldi í Patreksfirði og Tálknafiði, þar sem fullyrt er í frétt á vef Ríkisútvarpsins að aðeins séu fimm til tíu manns komin til vinnu við eldi í Patreksfirði og 25 manns til vinnu við eldi í Arnarfirði.
Þessari fullyrðingu er harðlega mótmælt enda er hún ekki byggð á staðreyndum né gögnum um fjölda starfa. Hið rétta er að bein störf fiskeldisfyrirtækjanna á svæðinu eru 170 talsins. Þess er krafist að Ríkisútvarpið leiðrétti fréttina og hvatt til þess að miðillinn vandi betur fréttaflutning sinn.