Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 6 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Ylja - Tónleikar 25.júlí í Húsinu á Patreks­firði

Hljóm­sveitin Ylja verður með tónleika í kvöld, miðviku­daginn 25.júlí kl. 21.00 í Húsinu á Patreks­firði. Miða­sala hefst kl. 20:00 og kostar 3.000 krónur.


Skrifað: 25. júlí 2018

Auglýsingar

Nú eru 10 ár síðan að þær Gígja og Bjartey fóru að spila saman og stofnuðu dúettinn Ylju. Í tilefni þess eru þær að gefa út nýja plötu í haust sem inniheldur 10 íslensk þjóðlög í þeirra útsetningu. Þær hafa síðustu daga verið að túra um Vesturland og Vestfirði, og í kvöld verða þær í Húsinu á Patreksfirði. Þar munu þær taka öll sín helstu lög ásamt uppáhalds ábreiðum.

Til að fjármagna plötuna hafa þær farið af stað með söfnun á Karolina Fund og fyrir áhugasama er hægt að finna frekari upplýsingar hér https://www.karolinafund.com/project/view/2010

Ylja er einnig með Facebook síðu og er hægt að fylgjast þar með viðburðum þeirra og fá frekari upplýsingar.