Áætlun um sérstakan stuðning

Patreks­skóli er skóli án aðgrein­ingar. Í skóla án aðgrein­ingar komið er til móts við náms- og félags­legar þarfir hvers og eins með mann­gildi, lýðræði og félags­legt rétt­læti að leið­ar­ljósi. Borin er virðing fyrir fjöl­breyti­leika og mismun­andi þörfum, hæfi­leikum og einkennum nemenda og lögð er áhersla á að útrýma öllum gerðum mismun­unar og aðgrein­ingar í skólum. Þetta samræmist  17. gr. laga um grunn­skóla nr. 91/2008 þar sem segir að allir nemendur eiga rétt á að komið sé til móts við náms­þarfir þeirra í almennum grunn­skóla, án tillits til líkam­legs eða andlegs atgervis.

Nemendur með sérþarfir eru þeir sem eiga erfitt með nám vegna sértækra námserf­ið­leika, tilfinn­inga- og/eða félags­legra erfið­leika, fötl­unar, leshöml­unar, þrosk­araskana, geðraskana eða heilsu­tengds vanda. Bráð­gerir nemendur og nemendur sem búa yfir sérhæfi­leikum á vissum sviðum, eiga einnig rétt á að fá náms­tæki­færi við hæfi.

Móttaka nemenda með sérþarfir

Tekið er á móti nýjum nemendum samkvæmt áætlun um móttöku nýrra nemenda sem birt er m.a. á heima­síðu skólans. Sé óskað eftir skóla­vist fyrir nemanda með sérþarfir er það á ábyrgð foreldra að veita skól­anum þær upplýs­ingar sem nauð­syn­legar eru fyrir skóla­starfið og velferð nemandans. Gætt er fyllsta trún­aðar varð­andi persónu­upp­lýs­ingar og þær varð­veittar samkvæmt lögum.

Áður en skóla­vist hefst mæta foreldrar og nemandi (eftir atvikum) í viðtal til skóla­stjóra og umsjón­ar­kennara og eða sérkennara. Þar sem farið er yfir skipulag kennsl­unnar, stefnu skólans, stoð­þjón­ustu og áætlun um stuðning fyrir nemandann. Æski­legt er að nemandi komi í heim­sókn í skólann áður en skóla­vist hefst.


Einstaklingsnámskrá

Einstak­lings­nám­skrá er útbúin fyrir þá nemendur sem þurfa þykir. Námskráin byggir á hæfni­við­miðum úr Aðal­nám­skrá eða skóla­nám­skrá og er sniðinn að nemand­anum og hans þörfum, s.s. áhuga­sviði, styrk­leikum, náms- og félags­stöðu. Áhersla er á að setja fram stutt og mælanleg markmið sem endur­skoðuð eru með reglu­bundnum hætti yfir skóla­árið. Sérkennari ásamt umsjón­ar­kennara ber ábyrgð á að gerð sé einstak­lings­nám­skrá fyrir nemendur. Er hún unnin í samráði við foreldra og nemendur.


Teymisvinna

Í skól­anum er lögð áhersla á teym­is­vinnu þar sem mynduð eruð teymi utan málefni einstaka nemenda. Í teyminu er full­trúi úr stoð­þjón­ustu­teymi skólans, umsjón­ar­kennari og faggreina­kennari. Reynt er eftir fremsta megni að koma til móts við nemendur inni í kennslu­stofu þar sem nemendur fá náms­efni og aðstoð eftir þörfum. Hlut­verk sérkennara er því meðal annars að aðstoða kennara við val á náms­efni og aðstoð við nemendur eftir þörfum, inn í bekk eða í einstak­lings­kennslu eftir þörfum.

Þegar þörf er á þverfag­legri vinnu foreldra og fagfólks er myndað teymi. Sérkennari ber ábyrgð á stofnun teymis. Teym­is­fundir skulu haldnir a.m.k. tvisvar sinnum yfir skóla­árið, einu sinni á hvorri önn. Auk þess eru haldnir minni fundir eftir þörfum, umsjón­ar­kennari skráir fund­ar­gerð og miðlar reglu­lega upplýs­ingum til foreldra um árangur og gengi nemandans samkvæmt áætlun.