Söfnun upplýsinga um notendur og vafrakökur
Við notkun á vefnum safnast upplýsingar frá notendum hans um tegund vafra, stýrikerfi, IP–tölu og síður vefsins sem notendur skoða. Þetta er gert í þeim tilgangi að bæta virkni síðunnar. Öðrum upplýsingum er ekki safnað nema notandinn skrái sig í þjónustur, svo sem vöktun á málsnúmerum.
Vafrakökur
Vafrakökur eru litlar textaskrár sem geymdar eru í vafra notenda. Þessi vefur notar vafrakökur í þeim eina tilgangi að safna upplýsingum um heimsóknafjölda og notkun á vefnum. Notast er við Google Analytics til þess að safna þessum upplýsingum. Vesturbyggð deilir þessum upplýsingunum ekki til þriðja aðila.
Vöktun á málsnúmerum
Notendur geta fylgst með gangi mála í stjórnkerfinu með vöktun á málsnúmerum í fundargerðum nefnda og stjórna. Þetta er gert með skráningu netfangs. Þegar netfang hefur verið staðfest sendir vöktunarþjónustan tölvupósta ef viðkomandi mál hefur verið tekið fyrir. Auðvelt er að segja upp vöktun með því að smella á hlekk neðst í hverjum pósti sem berst um málið.
Var efnið hjálplegt?
Á vefnum er víða hægt að senda inn ábendingu um hvort efnið hafi verið hjálplegt. Engum persónuupplýsingum er safnað við þessa aðgerð.