Söfnun upplýs­inga um notendur og vafra­kökur

Við notkun á vefnum safnast upplýs­ingar frá notendum hans um tegund vafra, stýri­kerfi, IP–tölu og síður vefsins sem notendur skoða. Þetta er gert í þeim tilgangi að bæta virkni síðunnar. Öðrum upplýs­ingum er ekki safnað nema notandinn skrái sig í þjón­ustur, svo sem vöktun á máls­núm­erum.

Vafrakökur

Vafra­kökur eru litlar texta­skrár sem geymdar eru í vafra notenda. Þessi vefur notar vafra­kökur í þeim eina tilgangi að safna upplýs­ingum um heim­sókna­fjölda og notkun á vefnum. Notast er við Google Analytics til þess að safna þessum upplýs­ingum. Vest­ur­byggð deilir þessum upplýs­ing­unum ekki til þriðja aðila.


Vöktun á málsnúmerum

Notendur geta fylgst með gangi mála í stjórn­kerfinu með vöktun á máls­núm­erum í fund­ar­gerðum nefnda og stjórna. Þetta er gert með skrán­ingu netfangs. Þegar netfang hefur verið stað­fest sendir vökt­un­ar­þjón­ustan tölvu­pósta ef viðkom­andi mál hefur verið tekið fyrir. Auðvelt er að segja upp vöktun með því að smella á hlekk neðst í hverjum pósti sem berst um málið.


Var efnið hjálplegt?

Á vefnum er víða hægt að senda inn ábend­ingu um hvort efnið hafi verið hjálp­legt. Engum persónu­upp­lýs­ingum er safnað við þessa aðgerð.