Söfn, sýningar og setur

Fjöldi safna og sýninga er á svæðinu sem miðla mann­lífi, menn­ingu, sögu og náttúru Vest­fjarða. Vestast er minja­safn að Hnjóti í Örlygs­höfn og utar­lega í Arnar­firði má finna lista­verk Samúels Jóns­sonar í Selárdal.

Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti

Að Hnjóti við Örlygs­höfn er einstætt safn merki­legra muna frá sunn­an­verðum Vest­fjörðum sem segja sögu sjósóknar, land­bún­aðar og daglegs lífs. Munirnir veita góða innsýn í lífs­bar­áttu og þá útsjón­ar­semi og sjálfs­bjarg­ar­við­leitni sem fólk varð að beita til að komast af við erfiðar aðstæður. Á safninu er að finna marga áhuga­verða hluti, þar á meðal hattinn hans Gísla á Uppsölum og muni sem tengjast björg­un­ar­a­frekinu við Látra­bjarg 1947.

Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti


Melódíur Minninganna

Melódíur Minn­ing­anna er tónlist­arsafn Jóns Kr. Ólafs­sonar, söngvara sem opnað var 17. júní 2000 og er svolítill ævin­týra­heimur á Bíldudal. Þar má sjá rauða jakkann hans Hauks Mort­hens og fyrstu plötu Bjarkar, Arab­a­dreng­urinn. Á safninu er að finna muni frá íslensku tónlist­ar­lífi frá sjötta til áttunda áratug síðustu aldar. Á safninu er að finna ljós­myndir úr tónlist­ar­lífinu á Íslandi, klæðnað og hluti frá þekktu tónlistar­fólki, plötur, persónuleg muni, auglýs­ingaplaköt og ótalmargt fleira. Sögu­brot í formi mynda, muna og tónlistar sem ella væri horfið úr íslenskri tónlist­ar­sögu. Á safninu er einnig unnt að nálgast tónlist Jóns Kr. Ólafs­sonar til sölu. Sjón er sögu ríkari.

Opnun­ar­tími kl. 13-18 á sumrin.

Reyni­melur, Tjarn­ar­braut 5, Bíldudal

Sími 456 2186 /847 2542

Melódíur minninganna


Skrímslasetrið á Bíldudal

Fjöldi skrímsla hefur sést við Íslands­strendur í gegnum aldirnar og síðustu tvöhundruð ár hafa þau verið algengust við Vest­firði. Fjögur höfuð­skrímsli eru þekktust og hafa þau öll sést í Arnar­firði. Þetta eru Fjörulalli, Faxi, Skelja­skrímsli og Hafmaður.

Í Skrímsla­setrinu er haldið utan um skrímsla­sögur sem lifað hafa með þjóð­inni í gegnum aldirnar. Sagt er frá viður­eignum manna og skrímsla á nýstár­legan og spenn­andi hátt. Skemmtileg umgjörð sýning­ar­innar hefur vakið hrifn­ingu gesta og komið skemmti­lega á óvart.

Skrímslasetrið


Listasafn Samúels Jónssonar í Selárdal

Í Braut­ar­holti í Selárdal má finna ótrúleg lista­verk Samúels Jóns­sonar frá miðri síðustu öld. Öll verk Samúels bera honum fagurt vitni og var hann víða þekktur fyrir hæfi­leika sína. Hans er þó hvergi getið í ritum um íslenska lista­sögu. Margir gerðu sér leið út í Selárdal til að líta eigin augum verk Samúels sem voru þar til sýnis eins og hver önnur full­gild lista­verk. Hann hafði yndi af því að sýna gestum og ferða­löngum lista­verk sín og bygg­ingar. Samúel var talinn langt á undan sinni samtíð. Sem dæmi um það þá byggði hann upp salern­is­að­stöðu fyrir ferða­manna­strauminn sem lagði leið sína í Selárdal til að virða fyrir sér lista­verk hans og bygg­ingar.

Samúel Jónsson fæddist árið í Arnar­firði árið 1884. Hann fluttist í Selárdal barn að aldri þar sem móðir hans var vinnu­kona og síðar fengu þau ábúð á hjáleig­unni Tóft í dalnum. Í kjöl­farið bjó Samúel á fleiri jörðum í Selárdal og í Tálkna­firði. Síðast bjó hann á stað sem var kall­aður Melstaður en Samúel kaus að nefna Braut­ar­holt. Þar byggði hann íbúð­arhús, kirkju og lista­safn og gaf sér tíma til að sinna hugð­ar­efnum sínum og list­sköpun sem fram að þessu höfðu lengstum orðið að víkja fyrir búksorgum og brauð­striti. Samúel Jónsson lést árið 1969.

Listasafn Samúels Jónssonar


Gamli bærinn á Barðaströnd

Gamli bærinn á Brjánslæk hefur undan­farin ár gengið í endur­nýjun lífdaga og fengið nýtt hlut­verk. Þar var síðsumars 2016 opnuð sýning frá Umhverf­is­stofnun um Surt­ar­brands­gilið, surt­ar­brand, stein­gerv­inga og allt það merka sem tengist þeim minjum. Þar eru settar fram á skýran og skil­merki­legan hátt heim­ildir um gróð­urfar landsins  sem slíkar minjar búa yfir og er sýningin opin yfir sumar­tímann.

Í Gamla bænum hefur nú einnig verið opnað kaffihús sem er opið á opnun­ar­tíma sýning­ar­innar og þar á veggjum má sjá sögu Hrafna Flóka setta fram á list­rænan hátt í einstökum trér­istum eftir Svein­björgu Hall­gríms­dóttur.

 

Gamli Bærinn – Kaffihús