Styrkir til menningar- og ferðamála
Styrkir til menningar- og ferðamálatengdra verkefna eru veittir fjórum sinnum á ári fyrir verkefni og viðburði á yfirstandandi almanaksári. Umsóknarfrestur er (með fyrirvara um breytingar);
- 1. febrúar
- 1. maí
- 1. september
- 1. desember
Sótt er um í gegnum íbúagátt Vesturbyggðar, hlekkur er efst á heimasíðunni.
Menningar- og ferðamálafulltrúi veitir ráðgjöf og upplýsingar varðandi ferða- og menningarmál í Vesturbyggð. Markmiðið er að stuðla að öflugu menningarlífi í samvinnu við einkaaðila, félagasamtök og opinberar stofnanir.