Göngu- og hjólaleiðir
Sunnanverðir Vestfirðir eru kjörlendi göngufólks. Hægt er að finna gönguleið við allra hæfi, allt frá léttri fjöruferð til brattra fjallshlíða. Margir fáfarnir dalir geyma leyndardóma, jafnvel volgar uppsprettur og syðst í sveitarfélaginu rís stærsta fuglabjarg Evrópu þar sem auðvelt er að gleyma sér.
Gönguleiðir í Barðastrandarhreppi
BARDASTRANDARHREPPUR.NET er vefur til að vekja athygli á gamla Barðastrandarhreppi sem stað til að dvelja á og njóta þess sem hann hefur upp á að bjóða. Í gegnum tíðina hefur Barðastrandarhreppur verið gegnumstreymisstaður sem fólk á gjarnan leið um á leið sinni annað. Í Hagavaðli, sem þá hét Vaðall, var hafskipahöfn framan af öldum og ferðir fólks lágu til allra átta þaðan og liggja enn. Heimildir vitna um báta sem hafðir voru uppi á Barðaströnd sem fluttu fólk yfir Breiðafjörðinn og víðar. Alfaraleiðirnar liggja ekki síður um láð en land.