Heitar laugar
Vestfirðir flokkast sem kalt svæði sem þýðir að það er ekki mikil jarðhitavirkni undir yfirborði þeirra. Þó eru nokkrar heitar uppsprettur á Vestfjörðum. Oftar en ekki er vatnið nýtt til baða, ýmist í sundlaugum eða minni pottum og laugum.
Margar lauganna eru ekki kynntar sérstaklega, jafnvel vel faldar. Við fæstar þeirra er aðstaða eða vakt og því gestir á eigin ábygrð.
Hellulaug í Vatnsfirði er mikið adráttarafl og þar hefur aðgengi verið bætt, bílastæði útbúið og betri stígur niður að lauginni sem liggur í fjöruborðinu. Í Reykjafirði í Arnarfirði er steinsteypt laug frá 1975. Skammt frá lauginni er náttúruleg lítil laug. Í Tálknafirði er Pollurinn sem samanstendur af heitum pottum. Við sundlaugina í Laugarnesi við Birkimel á Barðaströnd er líka lítil hlaðin náttúrulaug.