Heitar laugar

Vest­firðir flokkast sem kalt svæði sem þýðir að það er ekki mikil jarð­hita­virkni undir yfir­borði þeirra. Þó eru nokkrar heitar uppsprettur á Vest­fjörðum. Oftar en ekki er vatnið nýtt til baða, ýmist í sund­laugum eða minni pottum og laugum.

Margar laug­anna eru ekki kynntar sérstak­lega, jafnvel vel faldar. Við fæstar þeirra er aðstaða eða vakt og því gestir á eigin ábygrð.

Hellu­laug í Vatns­firði er mikið adrátt­arafl og þar hefur aðgengi verið bætt, bíla­stæði útbúið og betri stígur niður að laug­inni sem liggur í fjöru­borðinu. Í Reykja­firði í Arnar­firði er stein­steypt laug frá 1975. Skammt frá laug­inni er nátt­úruleg lítil laug.

Við sund­laugina í Laug­ar­nesi við Birkimel á Barða­strönd er líka lítil hlaðin nátt­úru­laug.