Bæjarstjóri
Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og æðsti yfirmaður starfsliðs þess og hefur á hendi framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar og málefna sveitarfélagsins að svo miklu leyti sem bæjarstjórn ákveður ekki annað. Bæjarstjóri Vesturbyggðar er Gerður Björk Sveinsdóttir.
Þá er bæjarstjóri prókúruhafi bæjarsjóðs, undirritar skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og aðrar skuldbindingar hans. Hann kemur fram fyrir hönd sveitarfélagsins og er ábyrgur fyrir starfsemi þess. Hann undirbýr fundi bæjarráðs og bæjarstjórnar, semur dagskrá og boðar til funda. Þá á bæjarstjóri sæti á fundum bæjarstjórnar og bæjarráðs og hefur þar málfrelsi og tillögurétt. Jafnframt hefur hann rétt til setu á fundum ráða sveitarfélagsins með sömu réttindum.