Bæjar­stjóri

Bæjar­stjóri er fram­kvæmda­stjóri sveit­ar­fé­lagsins og æðsti yfir­maður starfs­liðs þess og hefur á hendi fram­kvæmd ákvarðana bæjar­stjórnar og málefna sveit­ar­fé­lagsins að svo miklu leyti sem bæjar­stjórn ákveður ekki annað. Bæjar­stjóri Vest­ur­byggðar er Gerður Björk Sveins­dóttir.

Þá er bæjar­stjóri prókúru­hafi bæjar­sjóðs, undir­ritar skjöl varð­andi kaup og sölu fast­eigna sveit­ar­fé­lagsins, lántökur og aðrar skuld­bind­ingar hans. Hann kemur fram fyrir hönd sveit­ar­fé­lagsins og er ábyrgur fyrir starf­semi þess. Hann undirbýr fundi bæjar­ráðs og bæjar­stjórnar, semur dagskrá og boðar til funda. Þá á bæjar­stjóri sæti á fundum bæjar­stjórnar og bæjar­ráðs og hefur þar málfrelsi og tillögu­rétt. Jafn­framt hefur hann rétt til setu á fundum ráða sveit­ar­fé­lagsins með sömu rétt­indum.