Hoppa yfir valmynd

Bæjar­stjóri

Bæjar­stjóri er fram­kvæmda­stjóri Vest­ur­byggðar og æðsti yfir­maður starfs­liðs sveit­ar­fé­lagsins og hefur á hendi fram­kvæmd ákvarðana bæjar­stjórnar og málefna sveit­ar­fé­lagsins að svo miklu leyti sem bæjar­stjórn ákveður ekki annað.

Þá er bæjar­stjóri prókúru­hafi bæjar­sjóðs, undir­ritar skjöl varð­andi kaup og sölu fast­eigna sveit­ar­fé­lagsins, lántökur og aðrar skuld­bind­ingar hans. Hann kemur fram fyrir hönd sveit­ar­fé­lagsins og er ábyrgur fyrir starf­semi þess. Hann undirbýr fundi bæjar­ráðs og bæjar­stjórnar, semur dagskrá og boðar til funda. Þá á bæjar­stjóri sæti á fundum bæjar­stjórnar og bæjar­ráðs og hefur þar málfrelsi og tillögu­rétt. Jafn­framt hefur hann rétt til setu á fundum ráða sveit­ar­fé­lagsins með sömu rétt­indum.

Þórdís Sif Sigurðardóttir er bæjarstjóri Vesturbyggðar og hefur aðsetur í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75 á Patreksfirði. Staðgengill bæjarstjóra er sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Gerður Björk Sveinsdóttir.

Bæjarstjóri Vesturbyggðar er með viðtalstíma á miðvikudögum frá kl. 10:00 – 12:30. Panta má viðtalstíma með því að hafa samband í síma 450-2300 eða á vesturbyggd@vesturbyggd.is.

Þórdís hefur mikla reynslu af stjórnun og rekstri á vettvangi sveitarfélaga. Hún var sveitarstjóri Borgarbyggðar 2020-2022 og bæjarritari og staðgengill bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar 2013-2020. Þórdís hefur setið í ýmsum stjórnum og starfshópum þ.á m. starfshóp um aðgerðir á Flateyri í kjölfar snjóflóðs, í stjórn Brákar húsnæðissjálfseignarstofnunar, Gleipnis nýsköpunar- og þróunarmiðstöðvar, Blábankans á Þingeyri og Lýðskólans á Flateyri. Þórdís er með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Reykjavíkur og B.sc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst.