Hoppa yfir valmynd

Almannavarnarnefnd #1

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 4. nóvember 2019 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu
  • Bryndís Sigurðardóttir (BS)
  • Davíð Rúnar Gunnarsson (DRG)
  • Jónas Þrastarsson (JÞ)
  • Jónatan Guðbrandsson (JG)
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH)
  • Siggeir Guðnason (SG)
  • Svava Magnea Matthíasdóttir (SMM)
  • Sveinn Ólafsson (SÓ)
Fundargerð ritaði
  • Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri

Sveitarfélögin óskuðu eftir að Davíð Rúnar boðaði til fundar sem hann og gerði.
Karl Ingi Vilbergsson boðaði forföll.
Davíð setti fundinn og stýrði fyrsta lið sem er formannskjör.

Almenn erindi

1. Kosning formanns

Óskað var eftir tilnefningum til formans.
Fram komu tillögur um Rebekkur Hilmarsdótttur sem formann.
Tilnefningin var samþykkt samhljóða.
Tillaga kom upp um Bryndísi Sigurðardóttir sem varaformann.
Tilnefningin var samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Hlutverk almannavarnanefndar

Rætt var um hlutverk almannavarnanefndar.
Hlutverk hennar er að sjá til þess að allir neyðaraðilar gangi í takt og skipulag í almannavarnarástandi virki þegar og ef til kemur.
Nefndin felur Davíð og Jónatan að útbúa búnaðarlista yfir það sem þyrfti að vera til og það sem er til á svæðinu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Aðgerðastjórn skipan og hlutverk

Farið yfir stjórnskipan almannavarna.
Ákveðið að óska eftir fulltrúa frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra á næsta fund nefndarinnar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Æfing almannavarna

Tillaga kom um að almannavarnanefnd héldi æfingu fyrir alla viðbragðsaðila haustið 2020. Tekið yrði fyrir rútuslys.
Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00