Fundur haldinn í fjarfundi, 30. september 2021 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu
- Davíð Rúnar Gunnarsson (DRG)
- Helgi Páll Pálmason (HPP)
- Jónatan Guðbrandsson (JG)
- Karl Ingi Vilbergsson (KIV)
- Ólafur Þór Ólafsson (ÓÞÓ)
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH)
Fundargerð ritaði
- Rebekka Hilmarsdóttir formaður
Almenn erindi
1. Undirbúningur hópslysaáætlunar
Slökkviliðsstjóri fór yfir drög að hópslysaáætlun fyrir sunnanverða Vestfirði. Nefndin fær drögin til yfirlestrar. Lagt til að viðkomandi viðbragðsaðilar yfirfari drögin og skilgreini sitt hlutverk.
2. Grunninnviðir á sunnanverðum Vestfjörðum
Rætt um greinargerð Vestfjarðastofu til átakshóps ráðuneyta um innviðamál frá janúar 2020. Rætt um stöðu innviða á sunnanverðum Vestfjörðum og getu svæðisins til að bregðast við t.d. óveðrum. Formanni falið taka saman upplýsingar fyrir næsta fund nefndarinnar.
3. Hópslysaæfing haustið 2021
Rætt um áætlaða hópslysaæfingu en henni hefur verið frestað vegna m.a. Covid-19. Nefndin sammála um að undirbúin verði minni hópslysaæfing.
4. Ferju- og sjóslysaáætlun
5. Boðunaráætlanir fyrir sunnanverða Vestfirði
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00