Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #647

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 22. júní 2012 og hófst hann kl. 08:30

Fundargerð ritaði
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

Fundargerðir til kynningar

1. Bæjarráð - 645

Fundargerð síðasta fundar lögð fram til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Almenn erindi

2. Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs

Friðbjörg Matthíasdóttir formaður
Ásgeir Sveinsson varaformaður.
Samþykkt samhjóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Tilnefning varamanns í yfirkjörstjórn Vesturbyggðar

Hrafnhildur Bára Erlingsdóttir tilnefnd sem varamaður í yfirkjörstjórn Vesturbyggðar fh. Samstöðu í stað Helga Árnasonar sem féll frá á vordögum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Viðhorfskönnun Patreks-og Bíldudalsskóli 2012 niðurstöður

Lögð fram viðhorfskönnun sem gerð var meðal foreldra í Patreks-og Bíldudalsskóla nú á vordögum. Bæjarstjóra falið að kanna með kostnað vegna lengdrar viðverðu í Patreksskóla.
Könnun vísað til frekari umræðu í fræðslunefnd.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Tónskóli á Akureyri varðar umsókn nemanda skólaárið 2012-2013

Lagt fram bréf dags. 12. júní sl. frá Tónlistarskólanum á Akureyri varðandi rafgítarnám Magna Smárasonar við skólann. Óskað er samþykkis lögheimilissveitarfélags á greiðslu mótframlags með námi hans. Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að sækja um framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Dögun Capital þreifingar um hótelbyggingu Rauðasandi.

Lagt fram bréf frá Dögun Capital þar sem kannað er hvort Vesturbyggðar sé tilbúin að koma að fjármögnun byggingar hótels á Rauðasandi. Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar hugmyndum um uppbygginu í ferðaþjónustu á svæðinu. Erindinu er hafnað enda það ekki verkefni sveitarfélagsins að koma að fjármögnun verkefna. Bæjarráð Vesturbyggðar bendir bréfritara á ATVEST vegna aðstoðar við fjármögnun og gerð styrkumsókna.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Vestfjarðavíkingurinn 2012 styrkbeiðni

Lögð fram styrkbeiðni vegna Vestfjarðavíkingsins 2012 sem haldinn verður á sunnanverðum Vestfjörðum í byrjun júlí nk. Bæjarráð samþykkir umsókn Vestfjarðavíkingsins að upphæð 40 þúsund krónur auk gistingu í Patreksskóla.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Athugasemd nr:2 vegna deiliskipulags við Klif

Lögð fram verðhugmynd frá Jóhönnu Gísladóttur vegna Stekka 23a. Bæjarráð óskar eftir verðmati löggilts fasteignasala á eigninni og felur bæjarstjóra að kalla eftir því. Afgreiðslu máls frestað þar til verðmat liggur fyrir.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Sundlaugarhús í Reykjafirði

Lagt fram erindi frá Hollvinafélagi sundlaugarinnar í Reykjafirði vegna ákvæðis í afsali sundlaugarhúss. Bæjarráð samþykkir að c. liður í fylgiskjali I: "Eignabönd og afnotaréttur almennings" falli niður þ.e. að við slit Hollvinafélags sundlaugarinnar í Reykjafirði færist eignarhald sundlaugarhússins til Vesturbyggðar og verði í stað þess í samræmi við samþykkir Hollvinafélagsins sem eru að eignir færist til Björgunarsveitarinnar Kóps á Bíldudal ef félaginu verði slitið.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Fjárhagsleg staða fyrstu 4 mánuði ársins 2012

Þórir Sveinsson skrifstofustjóri kom inn á fundinn. Lögð fram fjárhagsleg staða fyrstu 4 mánuði ársins og spá fyrir rekstrarárið 2012.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Aðgengismál og göngustígar í Vesturbyggð

Rætt um aðgengismál og göngustíga í Vesturbyggð.
Bæjarstjóra falið að kanna kostnað við gerð göngustíga frá Strandgötu að Aðalstræti og á Stekkum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til staðfestingar

4. SÍS fjármálaráðstefna 2012

Lagt fram boð á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2012, dagana 27.-28. september nk.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30