Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #650

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 7. ágúst 2012 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Fundargerðir til staðfestingar

    1. Bæjarráð - 649

    Fundargerð bæjarráðs nr. 649 lögð fram til staðfestingar. Staðfest samhljóða.

      Málsnúmer 1207003F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Almenn erindi

      2. Málefni leikskóla

      Helga Bjarnadóttir, skólastjóri Leikaskóla Vesturbyggðar kom inn á fundinn. Rætt um skólastarf Leikskóla Vesturbyggðar næsta skólaár.
      Helga fór af fundi að umræðu lokinni.

        Málsnúmer 1208001

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Skólamáltíðir 2012-2013

        Nanna Sjöfn Pétursdóttir skólastjóri Grunnskóla Vesturbyggðar kom inn á fundinn. Rætt um skólastarf næsta skólaárs.
        Lagt fram minnisblað vegna skólamáltíða 2012-2013. Bæjarstjóra falið að auglýsa eftir tilboðum í skólamáltíðir á Bíldudal og Patreksfirði, 4 daga vikunnar.

          Málsnúmer 1207040 3

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Lengd viðvera í grunnskóla

          Lagt fram minnisblað vegna lengdrar viðveru í grunnskóla og viðhorfskönnun á áhuga á nýtingu lengdrar viðveru.
          Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir að auglýsa lengda viðveru í Patreksskóla til kl. 16 alla skóladaga fyrir nemendur í 1.-4. bekk. Skólastjóra falið að undirbúa starfið.

          Nanna Sjöfn fór af fundi að umræðu lokinni.

            Málsnúmer 1208003

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Varðar minnisvarða um Auð og Jón Kr.Ísfeld

            Lagt fram bréf frá Jóni Kristjáni Ólafssyni, Bíldudal vegna óskar um að færa minnisvarða um Auði og Jón Kr. Ísfeld yfir á Tunguna á Bíldudal.
            Frestað til næsta fundar.

              Málsnúmer 1207058 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Innkaupastefna Vesturbyggðar

              Lögð fram drög að innkaupastefnu Vesturbyggðar.
              Drög samþykkt og bæjarstjóra falið að kynna innkaupastefnuna fyrir starfsmönnum Vesturbyggðar. Vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.

                Málsnúmer 1207021 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. HeilVest neysluvatnssýni Pf og Bd

                Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða vegna neysluvatnssýna frá Bíldudal og Patreksfirði.
                Engar athugasemdir gerðar við .

                  Málsnúmer 1207067

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. SÍS nýsköpun í opinberum rekstri ráðstefna 30.10.12

                  Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ráðstefnu um nýsköpun í opinberum rekstri.

                    Málsnúmer 1207066

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Ársreikningar Náttúrustofu Vestfjarða og fl.

                    Lagt fram til kynningar bréf frá Ísafjarðarbæ vegna seinkun á skilum ársreikninga Náttúrustofu Vestfjarða.

                      Málsnúmer 1207059

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00