Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #700

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 25. mars 2014 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Guðrún Eggertsdóttir boðaði forföll. Arnheiður Jónsdóttir mætti í hennar stað.

    Almenn erindi

    1. Flugstöð á Patreksfirði

    Lagður fram tölvupóstur frá Arnóri Magnússyni, umdæmisstjóra ISAVIA varðandi flugstöðina á Patreksfirði. Bæjarstjóra falið að svara ISAVIA í samræmi við umræður á fundinum.

      Málsnúmer 1403021 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Rekstur og fjárhagsstaða 2014

      Lagðar fram rekstrarupplýsingar vegna fyrstu tveggja mánuða ársins 2014.
      Skrifstofustjóri og bæjarstjóri upplýstu bæjarfulltrúa um vinnu við ársreikninga 2013. Áætlað er að leggja þá fram til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi í apríl.

        Málsnúmer 1403067 5

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Leikskólagjöld

        Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra vegna aflsáttarkjara til námsmanna með börn á leikskólum. Ákvörðun frestað til næsta fundar.

        Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir eftirfarandi reglur:
        Námsmenn fá 25% afslátt af vistunargjaldi. Skilyrðin fyrir afsláttarkjörunum eru þau að foreldar séu skráðir í sambúð og uppfylli eftirfarandi skilyrði:
        ? Séu í háskólanámi og skráð í að lágmarki 22 ECTS einingar á önn. Taka þarf fram á vottorði frá skóla að um fullt nám sé að ræða;
        ? Séu í framhaldsskóla og skráð í fullt nám að lágmarki 15 einingar á önn. Skila skal skólavottorði fyrirfram fyrir hverja önn þar sem fram koma upplýsingar um einingafjölda og staðfesting á því að um fullt nám sé að ræða.
        ? Sé nám sem tekið er gilt er það sama og nám sem lánshæft er hjá LÍN.
        Eignist hjón eða sambúðarfólk, sem notið hafa námsmannaafsláttar, barn, geta þau sótt um að fá námsmannaafslátt á meðan fæðingarorlof stendur, þó að hámarki í níu mánuði þrátt fyrir að annað foreldrið uppfylli ekki framangreind skilyrði um lágmarksfjölda eininga á önn enda fylgi umsókn staðfesting frá fæðingarorlofssjóði um að það foreldri sem ekki uppfyllir skilyrði námsmannaafsláttar sé í fæðingarorlofi. Afsláttur reiknast frá þeim degi sem skólavottorðum er skilað til leikskólastjóra leikskóla barnsins.

          Málsnúmer 1403062

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Þjóðbúningafélagið Auður-styrkumsókn

          Arnheiður Jónsdóttir og Ásthildur Sturludóttir, véku af fundi vegna tengsla.
          Lagt fram erindi frá þjóðbúningafélaginu Auði þar sem óskað er eftir stuðningi við félagið til að kosta ferðakostnað kennara vegna þjóðbúninganámskeiðs í Vesturbyggð. Nú eru 16 konur frá Vesturbyggð og Tálknafirði á námskeiði en 10 konur luku við gerð búninga á haustmisseri. Bæjarráð samþykkir 60 þúsund króna styrk til félagsins.

            Málsnúmer 1403063

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Friðlýsing Vatneyrarbúðar

            Lagt fram minnisblað vegna friðlýsingar Vatneyrarbúðar. Bæjarráð samþykkir að óska eftir við Minjastofnun, friðlýsingu Vatneyrarbúðar. Bæjarstjóra falið að senda bréf þar að lútandi.

              Málsnúmer 1403065

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Styrkbeiðni vegna Samfés 2014

              Lögð fram styrkbeiðni vegna Samfés 2014 frá félagsmiðstöðinni Vestend á Patreksfirði. Bæjarráð samþykkir 50 þúsund kr. styrk til Félagsmiðstöðvarinnar Vest End á Patreksfirði.

                Málsnúmer 1402082

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Hlutafjárútboð í Hvetjanda-Trúnaðarmál

                Erindi fært í trúnaðarmálabók.

                  Málsnúmer 1402081

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Skjaldborgarhátíð 2014-styrkbeiðni

                  Lögð fram styrkbeiðni vegna Skjaldborgarhátíðar 2014.
                  Bæjarráð samþykkir 200 þúsund króna styrk til hátíðarinnar auk afsláttarkjara í sundlaugina á Patreksfirði.

                    Málsnúmer 1403015

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Styrkbeiðni vegna Rauðasandshátíðar

                    Lögð fram styrkbeiðni vegna Rauðasandshátíðar 2014.
                    Bæjarráð samþykkir styrk að andvirði 200 þúsund kr. til hátíðarinnar.

                      Málsnúmer 1403017

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Hollvinir Húna-styrkumsókn

                      Lögð fram styrkumsókn frá Hollvinum Húna vegna strandmenningarhátíð í OSlo. Bæjarráð samþykkir 20 þúsund kr. styrk.

                        Málsnúmer 1403018

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. BsVest vegna leigu á sérstæku húsnæðisúrræði fatlaðs fólks

                        Lagt fram erindi frá BSVest vegna á leigu á sértæku húsnæðisúrræði fatlaðs fólks þar sem óskað er eftir heimild Vesturbyggðar að samþykkja samning BSvest og Ísafjarðarbæjar um ábyrgð á leigu á sértæku húsnæðisúrræði. Bæjarráð samþykkir erindið en leggur áherslu á að gerð verði greining á þjónustu og íbúðaþörf aðildarsveitarfélaga þjónustusvæðis BSVest.

                          Málsnúmer 1403007

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          13. Sala eigna - bifreiðar

                          Lagt fram minnsblað frá skrifstofustjóra varðandi sölu á JP625, Nissan Double Cab, árg. 2002, bifreið áhaldahússins á Bíldudal. Þrjú tilboð bárust í bíl áhaldahússins á Bíldudal. Tilboðsfrestur rann út 19. febrúar sl.
                          1. 280 þúsund frá Ingimar Oddssyni fh. félagsins Bíldalíu-félags um gerð ævintýralands á Vestfjörðum.
                          2. 240 þúsund frá Benedikt Hreggviðssyni.
                          3. 170 þúsnd frá Árna Gunnari Bárðarsyni.

                          Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Ingimars Oddssonar fh. félagsins Bíldalíu, kr. 280 þúsund. Skrifstofustjóra falið að ganga frá sölunni.

                            Málsnúmer 1403012

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            15. UMFÍ landsmót 50+ 2016

                            Lögð fram til kynningar auglýsing frá UMFÍ varðandi framkvæmd og undirbúning 6 landsmóts 50+ árið 2016.

                              Málsnúmer 1403011

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              16. Svd.Unnur landsþing kvennadeilda 2014

                              Lögð fram styrkumsókn frá Slysavarnardeildinni Unni vegna landsþings kvennadeilda 2014.
                              Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir fundi með forsvarsmönnum Slvd Unnar um málið

                                Málsnúmer 1403010

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                17. Skotíþróttafélag Vfj. styrkumsókn

                                Lögð fram styrkumsókn frá Skotíþróttafélagi Vestfjarða til unglingastarfs. Bæjarráð samþykkir 50 þúsund króna styrk til félagsins.

                                  Málsnúmer 1402076

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  20. Menntamálanefnd beiðni um umsögn endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi mál nr.277

                                  Lögð fram beiðni um umsögn frá Menntamálanefnd Alþingis varðandi uppá landi, mál nr. 277.

                                    Málsnúmer 1403009

                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                    Fundargerðir til kynningar

                                    12. Fundargerð verkefnahóps BS Vest 12. mars 2014

                                    Lögð fram til kynningar fundargerð verkefnahóps BS Vest frá 12. mars 2014.

                                      Málsnúmer 1403022

                                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                      Til kynningar

                                      14. Umhverfisstofnun vottun starfsleyfishafa á fyrirtækjasíðum

                                      Lagt fram til kynningar bréf frá Umhverfisstofnun varðandi vottun starfsleyfishafa á fyrirtækjasíður.

                                        Málsnúmer 1402074

                                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                        18. SÍS aðalfundarboð 27.03.2014

                                        Lagt fram aðalfundarboð frá Lánasjóði sveitarfélaga, 27. mars nk. Bæjarstjóri fer með umboð Vesturbyggðar á fundinum.

                                          Málsnúmer 1403005

                                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                          19. Menntamálanefnd beiðni um umsögn kaup ríkisins á Grímstöðum á Fjöllum mál nr.276

                                          Lögð fram beiðni um umsögn um kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum, mál nr. 276.

                                            Málsnúmer 1403008

                                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30