Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #763

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 20. apríl 2016 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Almenn erindi

    1. Umhverfis-og samgöngunefnd tillaga til þingsályktunar um notkun gúmíkurls á leik-og íþróttavellimál nr.328

    Páll Vilhjálmsson íþróttafulltrúi kom inn á fundinn. Rætt um notkun gúmmíkurls á leik-og íþróttavöllum. Vesturbyggð endurnýjaði á síðasta ári með gæðavottuðu gúmmíkurli, alla sparkvelli í sveitarfélaginu.
    Bæjarráð óskar eftir því við Tæknideild að gerð verði áætlun um endurnýjun gervigrasvalla í sveitarfélaginu.

      Málsnúmer 1602042 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Ferðaþjónusta Vestfjarða styrkumsókn vegna upplýsingamiðstöðvar

      Lagt fram minnisblað um upplýsingamiðstöðvar.
      Máli frestað.

        Málsnúmer 1602021 3

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Beiðni um námsleyfi

        Lögð fram beiðni frá Elsu Reimarsdóttur um eins árs námsleyfi, þar af hluta launað námsleyfi, til að stunda meistaranám. Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
        Ekki eru til reglur um námsleyfi hjá Vesturbyggð. Hjá öðrum sveitarfélögum, t.d. Dalvíkurbyggð eru mjög skýrar reglur um námsleyfi og eru starfsmenn hvattir til þess að afla sér frekari menntunar og er ávallt eitt stöðugildi á fjárhagsáætlun til þess að mæta umsóknum starsfmanna um námsleyfi.
        Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir umsókn um námsleyfi, þar af launað námsleyfi í 3 mánuði. Skilyrði er að starfsmaður komi til starfa á ný að námsleyfi loknu.

          Málsnúmer 1604028

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Skíðasvæði og snjótroðari

          Máli frestað.

            Málsnúmer 1512043 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Styrkbeiðni 2016

            Lagt fram erindi frá Hafsteini Gunnari Sigurðssyni og Hálfdan Pedersen fh. Heimildamyndahátíðinni Skjaldborg. Óskað er eftir 600 þúsund króna styrk til Skjaldborgar í ár. Bæjarráð samþykkir 400 þúsund kr. styrk til hátíðarinnar vegna 10 ára afmælis Skjaldborgar.

              Málsnúmer 1604075

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Uppsögn á leigusamningi vegna Áss, Höfðabrúnar og Árnahúss.

              Lagt fram bréf frá Ásu Dóru Finnbogadóttur þar sem leigusamningum vegna Áss, Höfðabrúnar og Árnahúss er sagt upp. Bæjarstjóra falið að auglýsa húsin til leigu á ný með samsvarandi skilyrðum og í fyrri auglýsingum.

                Málsnúmer 1604078

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Birkimelsskóli nemendaferðir styrkbeiðni

                Lagt fram erindi frá Halldóru Ragnarsdóttur fh. foreldrafélags Birkimelsskóla vegna nemendaferðar 9. og 10. bekkjar. Bæjarráð samþykkir 10 þúsund kr. styrk pr. barn.

                  Málsnúmer 1604052

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Staðir/Places. Styrkbeiðni.

                  Lagt fram erindi frá Evu Ísleifsdóttur og Þorgerði Ólafsdóttur vegna sýningarverkefnisins Staða/Places sem haldin verður í Vesturbyggð sumarið 2016.
                  Bæjarráð samþykkir 200 þúsund kr. styrk til verkefnisins.

                    Málsnúmer 1604036

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00