Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 15. maí 2018 og hófst hann kl. 11:00
Fundargerð ritaði
- Þórir Sveinsson skrifstofustjóri
Almenn erindi
1. Sveitarstjórnarkosningar 2018 - kjörskrá.
Lagt fram yfirlit ásamt fylgiskjölum um fjölda kjósenda á kjörskrá í Vesturbyggð í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí nk. Alls eru kjósendur 698 þar af 364 karlar og 334 konur.
Bæjarráð vísar kjörskrá 2018 til afgreiðslu í bæjarstjórn miðvikudaginn 16. maí nk.
2. Rekstur og fjárhagsstaða 2018.
Rætt um nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni sumarsins m.a. sparkvöll við Patreksskóla, viðhald gatna og gangstétta, hafnarframkvæmdir og kaup á nýrri slökkvibifreið. Elfar St. Karlsson, forstm. tæknideildar og Davíð R. Gunnarsson, slökkviliðsstjóri sátu fundinn undir þessum lið dagskrár.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að panta nýja slökkvibifreið samkvæmt fjárhagsáætlun ársins og fyrirliggjandi tilboði frá Feuerwehrtechnik Berlin.
Lögð fram kostnaðaráætlun við þjónustuhús við „Kamb“ íbúðir aldraða, Aðalstræti 4, Patreksfirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.
3. Embætti byggingarfulltrúa í Vesturbyggð.
Rætt um ráðningu nýs byggingarfulltrúa í Vesturbyggð, en Árni Traustason hefur látið af störfum sem byggingarfulltrúi sveitarfélagsins vegna aldurs.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Elfar St. Karlsson, forstm. tæknideildar verði ráðinn nýr byggingarfulltrúi Vesturbyggðar.
4. 17. júní hátíð Patreksfirði - ósk um endurvakningu á 17. júní hátíð Patreksfirði.
Lagt fram tölvubréf dags. 8. maí sl. frá Ingveldi Hjartardóttur f.h. nokkurra kvenna á Patreksfirði með ábendingu um að endurvekja á Patreksfirði hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir nánari útfærslu á verkefninu.
Til kynningar
5. Fjórðungssamband Vestfirðinga - Fundargerð stjórnar frá 20/4, 30/4, 2/5 2018
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 20. apríl, 30. apríl og 2. maí sl.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30