Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #836

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 7. júní 2018 og hófst hann kl. 11:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Magnús Jónsson (MJ) varaformaður
  • Nanna Á. Jónsdóttir (NÁJ) varamaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir verkefnastjóri

Almenn erindi

1. Rekstur og fjárhagsstaða 2018.

Elfar Steinn Karlsson forstöðumaður tæknideildar Vesturbyggðar sat fundinn undir þessum lið.
Lagður fram verksamningur að upphæð 2,9 millj.kr. við Verkís hf um hönnun og ráðgjöf nýs sparkvallar við Patreksskóla ásamt kostnaðaráætlun um uppbyggingu vallarins. Bæjarráð samþykkir verksamning við Verkís hf um hönnun og ráðgjöf vegna nýs sparkvallar við Patreksskóla og felur bæjarstjóra að undirrita hann. Kostnaðaráætlun vegna framkvæmdarinnar hljóðar uppá 34,2 millj.kr. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir 30 millj.kr. og er því kostnaðaraukning við verkefnið 4,2 millj.kr. Bæjarráð samþykkir viðauka upp á 4,2 milljónir kr.
Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun til þess að ljúka við framkvæmdir við nýjar skrifstofur Vesturbyggðar að upphæð 8,0 millj.kr.
Lagður fram verksamningur að fjárhæð 12,4 millj.kr. við Verkís hf. um hönnun og ráðgjöf vegna nýrrar þjónustuálmu við Aðalstræti 4, íbúðir aldraða Patreksfirði. Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita. Heildarkostnaður hönnunar er nú 13 millj.kr. og er það kostnaður vegna vinnu Verkís og Arkís. Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun upp á 13 milljónir króna.
Bæjarráð samþykkir að færa til fjármagn innan fjárhagsáætlunar til þess að mæta þessum auknu útgjöldum. Bæjarráð samþykkir viðauka að upphæð við 25,2 millj.kr. og frestar eftirfarandi málum til fjármögnunar: kr. 1.000.000 hurð í aðalinngangi félagsheimilis Patreksfjarðar, styrk vegna útgáfu bókar á myndum frá Vesturbyggð að upphæð kr. 1.500.000, kr. 2.300.000 vegna endurnýjunar salernis á neðri hæð Baldurshaga, kr. 1.000.000 vegna staðsetningar tjaldstæðis á Bíldudal vegna aðalskipulagsvinnu, lækkun á fjármagni til viðgerða á Vatneyrarbúð kr. 6.500.000. Hönnunarkostnaður vegna þjónustuhúss aldraðra verður greiddur af Vestur Botni ehf. og er það í samræmi við samþykktir félagsins. Auk þess liggur fyrir tölvupóstur frá 27. apríl 2018 frá lánastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem fram kemur lánsloforð að fjárhæð krónur 110 millj.kr. fyrir framkvæmdinni við Aðalstræti 4.

    Málsnúmer 1804001 10

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Vesturbyggð - lögreglusamþykkt.

    Lögð fram lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum. Samþykktin er sett fram með vísan í lögreglusamþykktir nr. 1127/2007 og 1.gr laga nr. 36/1988.
    Bæjarráð leggur til við Bæjarstjórn að lögreglusamþykkt í lögregluumdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum verði samþykkt.

      Málsnúmer 1805031 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi.

      Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 14. maí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar Steinunnar Finnbogadóttur um breytingu á rekstrarleyfi veitingarstaðarins Stúkuhússins, Patreksfirði þannig að afgreiðslutími staðarins lengist um 2 klst.
      Bæjarráð gerir ekki athugasemd við breytingu á rekstrarleyfi veitingarstaðarins Stúkuhússins, Patreksfirði þannig að afgreiðslutími staðarins lengist um 2 klst.

        Málsnúmer 1805009 3

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Stekkaból ehf - Umsagnarbeiðni og umsólkn um rekstarleyfi í flokki 2 fyrir Stekka 14 og 21

        Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 4. maí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn frá Fanneyju S Gísladóttur vegna umsóknar um rekstrarleyfi að reka gististað í flokki II að Stekkum 14 og 21 450 Patreksfirði.
        Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis að reka gististað samkvæmt flokki II að Stekkum 14, fastanr. 212-4036 og Stekkum 21, fastanr. 212-4043, 450 Patreksfirði. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Gámaþjónustuna ehf eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi gististaðarins og gert sé ráð fyrir viðeigandi fjölda bílastæða.

          Málsnúmer 1805027

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:10