Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 11. september 2018 og hófst hann kl. 09:00
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir starfandi bæjarstjóri
Almenn erindi
1. Patrekshöfn - Bíll
Lagður fram tölvupóstur frá formanni Hafna- og atvinnumálaráðs, dagss. 7. sept. sl. þar sem óskað er erftir því að keyptur verði bíll fyrir hafnarvörð á Patreksfirði.
Málið hafði áður verið tekið fyrir á 1. fundi Hafna- og atvinnumálaráðs 5. september sl. þar sem fram kom að eldri bifreið hafi verið metin ónýt og ekki borgi sig að leggja í viðgerðir. Var því hafnarverði falið að leita að nýjum bíl sem henta myndi starfsseminni.
Bæjarráð felur hafnarverði að leita að hagkvæmum kosti sem henta myndi starfsseminni.
9. Rekstur og fjárhagsstaða 2018.
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að óska eftir stjórnsýsluskoðun og 6 mánaða uppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Kostnaði við vinnslu uppgjörsins vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.
10. Þorsteinn Hákonarson - Tillaga um nýtingu Herjólfs við Patreksfjörð.
Lagður fram tölvupóstur dags.30. ágúst sl. frá Þorsteini Hákonarssyni þar sem fram koma hugmyndir að nýtingu ferjunnar Herjólfs fyrir Vesturbyggð. Bæjarráð þakkar bréfritara hugmyndirnar.
11. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - Umsagnarbeiðni, rekstrarleyfi, Brunnar 18 Patreksfirði.
Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 31. ágúst sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn frá Petrínu Sigrúnu Helgadóttur vegna umsóknar um rekstrarleyfi að reka gististað í flokki II að Brunnum 18, Patreksfirði.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Gámaþjónustuna ehf. eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi gististaðarins og gert sé ráð fyrir viðeigandi fjölda bílastæða.
12. Slökkviliðsbíll á Bíldudal
Lagður fram tölvupóstur frá Valdimar B. Ottóssyni þar sem farið er yfir ástand slökkvibifreiðar á Bíldudal. Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið. Bæjarráð tekur undir áhyggjur slökkviliðsmanna á Bíldudal og gerir sér grein fyrir alvarleika máls. Slökkviliðsstjóra falið að vinna að málinu og koma með tillögur að úrbótum til bæjarráðs.
13. Opnunartími íþróttamiðstöðvarinnar Bröttuhlíðar.
Rætt um opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar Bröttuhlíðar. Geir Gestsson forstm. Bröttuhlíðar sat fundinn undir þessum lið dagskrár. Í mars sl. var ákveðið að auka opnunartíma til reynslu til sumaropnunar þannig að opið yrði á sunnudögum frá klukkan 10:00 til 15:00. Reyndist nýtingin vera góð og er það því ákvörðun bæjarráðs að íþróttamiðstöðin verði áfram opin á sunnudögum eftir að sumaropnun lýkur. Opnunartími Byltu á Bíldudal á helgum verður sá sami og opnunartími Bröttuhlíðar.
14. Sorphirða í Vesturbyggð - samningar.
Elfar Steinn Karlsson fór yfir með bæjarráði stöðu vinnu við útboð á sorphirðu fyrir sveitarfélagið.
Jafnframt var tekin fyrir tölvupóstur dagss. 3. sept frá Tálknafjarðarhreppi þar sem kannað var hvort Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð ættu að hafa samstarf um útboð vegna sorpmála.
Afgreiðslu máls frestað.
15. Húsnæðisáætlun
Hafin verði undirbúningur að gerð húsnæðisáætlunar fyrir sveitarfélagið. Bæjarstjóra falið að vinna að verkefninu.
16. Tálknafjörður - Patreksfjörður - morgunferðir
Lagt fram erindi frá Odda hf. með ósk um framlengingu á samningi milli Odda hf., Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar sem fólst í akstri almenningsamgangna milli Tálknafjarðar og Patreksfjarðar, ein ferð á dag, alla virka daga.
Mætt til viðræðna fyir hönd Odda hf. er Skjöldur Pálmason fyrir hönd Tálknafjarðahrepps er mætt Bjarnveig Guðbrandsdóttir.
Fallist er á framlengingu til tveggja mánaða, skoðað verði með að gera samning til lengri tíma.
18. Viðræður við Vegagerðina - starfsstöð á Patreksfirði
Mætt til viðræðna við bæjarráð Bríet Arnardóttir, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á sunnanverðum Vestfjörðum til að ræða m.a. um vetrarþjónustu stofnunarinnar, þ.e. þjónustustig og þjónustutíma á vegum í sveitarfélaginu og á langleiðum ásamt almennu viðhaldi vega í sveitarfélaginu.
19. Fimleikafélag Vestfjarða - Styrkbeiðni
Lagt fram ódags. bréf frá Telmu Snorradóttur fyrir hönd óstofnaðs félags þar sem óskað er eftir styrk til iðkunar fimleika á sunnanverðum Vestfjörðum.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk í formi aðstöðu í Bröttuhlíð á Patreksfirði og Byltu á Bíldudal þegar búið er að ganga frá skráningu félagsins. Leiga færð sem styrkur við félagið.
Til kynningar
2. Samband íslenskra sveitafélaga - Fundargerð 862. fundur stjórnar.
3. Reglugerð um starfsemi slökkviliða
Lagt fram til kynningar minnisblað unnið af Davíð Rúnari Gunnarssyni slökkviliðsstjóra þar sem farið er yfir nýja reglugerð um starfsemi slökkviliða, ásamt reglugerðinni. Davíð Rúnar sat fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.
4. Þjóðskjalasafn íslands - Skjalavarsla vegna nýrra persónulaga.
Lagt fram bréf dags. 16. ágúst sl. frá Þjóðskjalasafni, þar sem farið er yfir skjalavörslu og skjalastjórnun afhendingarskyldara aðila í kjölfar nýrra laga um persónuvernd og miðlun persónuupplýsinga.
Lagt fram til kynningar.
5. Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið - Samþykkt um breytingu á samþykktum Vesturbyggðar.
Lagt fram til kynningar bréf dags. 25. júlí sl. þar sem fram kemur að Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hafi samþykkt breytingu á samþykkt um stjórn Vesturbyggðar.
6. Þjóðskrá Íslands - Tilkynning um fasteignamat 2019
Lagt fram bréf dags. 27. ágúst sl. frá Þjóðskrá Íslands með upplýsingum um fasteignamat 2019. Fasteignamat í Vesturbyggð hækkar um 13,6% frá árinu 2018.
Lagt fram til kynningar.
7. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - opið fyrir umsóknir um framlög úr stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024.
Lagður fram tölvupóst dags. 3. sept. frá Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu sem sem vakin er atygli á því að opnað hefur verið fyrir umsóknir um framlög úr stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024.
Lagt fram til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:45