Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #874

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 16. júlí 2019 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) varamaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Lás ehf. Reikningar vegna gatnagerðar, Járnhóll.

Mætt til viðræðna við bæjarráð forsvarsmenn Lás ehf. til að ræða reikninga vegna gatnagerðar við Járnhól á Bíldudal.

    Málsnúmer 1906041 6

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Sæbakki 4, Bíldudal - Lækur

    Lagt fyrir minnisblað dags. 10.07.2019, unnið af sviðsstjóra fjármála- og stjónsýslusviðs, sviðsstjóra fjölskyldusviðs og byggingafulltrúa þar sem farið er yfir áhrif þess að selja eða leigja út fasteignina Sæbakka 4 á Bíldudal.
    Sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir liðunum.

      Málsnúmer 1907033

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Til kynningar

      3. Ofanflóðavarnir Hólar og Mýrar - Mótmæli

      Lagt fyrir bréf dags. 9. júlí 2019 frá eigendum fasteignarinnar að Hólum 17, Patreksfirði þar sem þau gera athugasemdir við ofanfóðavarnargarð sem fyrirhugað er að reisa fyrir ofan Mýrar og Hóla á Patreksfirði. Gerðar eru athugasemdir við skert útsýni frá húsinu, við skipulagða göngustíga er standa við húsið, mögulega snjósöfnun við Hóla 15 og 17 í kjölfar ofanflóðavarna og hugsanlega hættu hlémegin við garðana. Einnig er í erindinu lýst yfir áhyggjum af grundun garðsins og mögulega vatnssöfnun hlémegin garðs.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu í samráði við hönnuði ofanflóðavarnanna.

        Málsnúmer 1907048

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Eftirlitsskýrsla - Sandoddi í Patreksfirði, Samsetning sjókvía

        Lögð fyrir til kynningar eftirlitsskýrsla dags. 25.06.2019 þar sem gerðar eru athugasemdir við umgengni við Sandodda í Patreksfirði. Bæjarráð gerir alvarlegar athugasemdir við umgengnina á svæðinu og beinir því til ábyrgðaraðila að bregðast strax við og hreinsa svæðið.

          Málsnúmer 1906125

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Fundargerð nr. 872 stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga

          Fundargerð 872. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

            Málsnúmer 1906126

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30