Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 7. janúar 2020 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ)
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Almenn erindi
1. Byggðakvóti fiskveiðiárið 2019-2020
Tekið fyrir bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 30. desember 2019 vegna úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2019/2020.
Úthlutun sem fellur í hlut Vesturbyggðar skv. bréfinu er eftirfarandi:
Bíldudalur 73 þorksígildislestir
Brjánslækur 15 þorskígildislestir
Patreksfjörður 0 þorskígildislestir
Í bréfinu er Vesturbyggð veittur frestur til 27. janúar 2020 til að skila inn tillögum að séstökum skilyrðum varðandi úthlutun byggðakvóta innan sveitarfélagsins eða einstakra byggðalaga.
Bæjarráð vísar málinu til hafna- og atvinnumálaráðs og felur því að koma með tillögu að sérstökum skilyrðum Vesturbyggðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020. Tillögurnar skulu lagðar fyrir næsta fund bæjarstjórnar til staðfestingar.
2. Álagningarkerfi sveitarfélaga
Tekið fyrir bréf frá Þjóðskrá Íslands dags. 4. desember 2019 þar sem kynnt eru drög að þjónustusamningi vegna Álagningakerfis sem nýtt er við álagningu fasteignagjalda skv. lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Samningurinn tekur á atriðum sem ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga gera kröfu um.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun samningsins fyrir hönd Vesturbyggðar.
Til kynningar
4. Vestfjarðavegur um Dynjandisheiði, mat á umhverfisáhrifum.
Lögð fram til kynningar Frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdar við Vestfjarðaveg (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg (63) frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði, dags. í nóvember 2019.
5. Ofanflóðavarnir - Urðir, Hólar og Mýrar. Verkframkvæmd.
Lagðar fram til kynningar niðurstöður skógarmats vegna snjóflóðamannvikja á Patreksfirði og ákvörðun Ofanflóðanefndar um greiðslu bóta.
6. Ný umferðalög 01.01.2020
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Samgöngustofu dags. 16. desember 2019 vegna ýmissa breytinga sem tóku gildi um áramót með nýjum umferðalögum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00