Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #899

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 11. ágúst 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Magnús Jónsson (MJ)
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Umsagnarbeiðni v. gistileyfi Hótel Látrabjarg

Lagður fram tölvupóstur ásamt fylgiskjölum dags. 21. júlí 2020 frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi til sölu gistingar að Hótel Látrabjargi, Fagrahvammi, Örlygshöfn.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Terra ehf. eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi veitingarstaðarins og gert sé ráð fyrir viðeigandi fjölda bílastæða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Umsagnarbeiðni v. blústónleika í FHP

Lagður fram tölvupóstur ásamt fylgigögnum dags. 30.07.2020 þar sem óskað er eftir umsögn Vesturbyggðar um leyfi til að halda blústónleika í Félagsheimili Patreksfjarðar 28. - 29. ágúst nk.

Bæjarráð Vesturbyggð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins með þeim fyrirvara að gildandi sóttvarnarreglur heimili viðburðinn.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Styrkur vegna fjöruhreinsunar Barðaströnd

Lagður fram tölvupóstur dags.30.07.2020 frá Elínu Eyjólfsdóttur þar sem óskað er eftir aðkomu Vesturbyggðar í formi gáms eða styrks til að losna við rusl úr fjörinni á Barðaströnd.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vera í sambandi við bréfritara.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Blús milli fjalls og fjöru - Beiðni um styrk

Lögð fyrir styrkbeiðni dags. 6. júlí 2020 frá Páli Haukssyni fyrir hönd félagsins Blús milli fjalls og fjöru þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins í formi afnota af félagsheimilinu á Patreksfirði dagana 28. og 29. ágúst nk.

Bæjarráð samþykkir erindið með þeim fyrirvara að farið verði eftir gildandi sóttvarnarreglum og fjöldatakmarkanir virtar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

5. Kerfisáætlun 2020-2029 - Landsnet

Lögð fram til kynningar umsögn Fjórðungssambands Vestfirðinga við Kerfisáætlun Landsnets 2020 - 2029.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Fundargerð nr. 180 - Breiðafjarðarnefnd

Lögð fram til kynningar fundargerð 180. fundar breiðafjarðanefndar

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Álit um mat á umhverfisáhrifum - Framleiðsla á 4.000 tonnum af laxi í Arnarfirði á vegum Arctic Sea Farm

Lagt fram til kynningar álit skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum vegna framleiðslu á 4.000 tonnum af laxi í Arnarfirði á vegnum Arctic Sea Farm.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerð

8.

Lögð fram til kynningar fundargerð 75. fundar Fasteigna Vesturbyggðar sem haldinn var 15. júlí 2020. Fundargerðin er í 1 lið.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30