Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #907

Fundur haldinn í fjarfundi, 29. október 2020 og hófst hann kl. 16:30

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir vinnu við fjárhagsáætlun 2021-2024. Lögð var fram til kynningar útkomuspá 2020 fyrir rekstur. Gert er ráð fyrir 38,8 millj.kr. neikvæðri niðurstöðu fyrir reksturinn samkvæmt spánni.

Bæjarstjóra falið að óska eftir fresti til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til að leggja fram tillögu að fjárhagsáætlun skv. 2. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

    Málsnúmer 2005091 14

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Bedford slökkvibíll

    Lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra dags. 28. október 2020. Í minnisblaðinu er fjallað um Bedford slökkvibílinn sem hefur gengt þjónustu á Patreksfirði um áratuga skeið. Bifreiðin hefur nú lokið hlutverki sínu og hafa staðið yfir viðræður við söfn sem mögulega hefðu áhuga á að varðveita bílinn. Bifreiðin hefur verið afskrifuð fyrir nokkrum árum og verðmæti talið lítið. Leggur slökkviliðsstjóri til að Vesturbyggð afhendi Samgöngusafninu í Stóragerði, kt. 450713-0230, Bedford slökkvibílinn með fastnúmer DA-045 (B-599)til eignar og varðveislu án endurgjalds.

    Bæjarráð samþykkir tillögu slökkviliðsstjóra.

      Málsnúmer 2010082

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Til kynningar

      3. Mál nr. 25 um almannastryggingar (hækkun lífeyris). Ósk um umsögn

      Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 21. október 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris), 25. mál.

        Málsnúmer 2010072

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Mál nr. 28 um almannatryggingar (skerðing lífeyris vegna búsetu). Ósk um umsögn

        Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 22. október 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 28. mál.

          Málsnúmer 2010073

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Mál nr. 206 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til. Ósk um umsögn

          Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 23. október 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, 206. mál.

            Málsnúmer 2010076

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Mál nr. 15, um stjórnsýslu jafnréttismála. Ósk um umsögn

            Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 15. október 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála, 15. mál.

              Málsnúmer 2010051

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Mál nr. 27 um kosningarrétt til Alþingis, nr. 27-2000 (jöfnun atkvæðisvægis). Ósk um umsögn

              Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 20. október 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (jöfnun atkvæðavægis), 27. mál.

                Málsnúmer 2010064

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Mál nr. 21, um lög um kynrænt sjálfræði (breytt skynskráning). Ósk um umsögn

                Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 15. október 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði (breytt kynskráning), 21. mál.

                  Málsnúmer 2010052

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Mál nr. 11, breyting á barnalögum nr 76-2003 (skipt búseta barns), ósk um umsögn

                  Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 13. október 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 11. mál.

                    Málsnúmer 2010045

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Mál nr. 14, um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Ósk um umsögn

                    Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 15. október 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, 14. mál.

                      Málsnúmer 2010050

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Mál nr. 209 um fjarskipti. Ósk um umsögn

                      Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 22. október 2020, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um fjarskipti, 209. mál.

                        Málsnúmer 2010074

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. Styrkir úr húsfriðunarsjóði ár 2021

                        Lagður fram til kynningar tölvupóstur Minjastofnunar Íslands, dags. 21. október 2020, ásamt auglýsingu, þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á því að auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði vegna ársins 2021.

                          Málsnúmer 2010068

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          13. Mál nr. 85 um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál. Ósk um umsögn

                          Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 20. október 2020, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál,85. mál.

                            Málsnúmer 2010065

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00