Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #920

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 11. maí 2021 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Magnús Jónsson (MJ)
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Útboð á sorphirðu fyrir Vesturbyggð

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs dags. 30. apríl 2021, vegna vinnu við útboð á sorphirðu og eyðingu í Vesturbyggð og Tálknafjarðahreppi. Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kom inn á fundinn og fór yfir minnisblaðið. Þar sem lagt er til að haldið verði óbreyttri þjónustu frá Terra til 1. september 2021. Fyrirhugað er að birta útboð í mánuðinum.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að ræða við Terra um óbreytta þjónustu til 1. september 2021.

    Málsnúmer 1910179 6

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Vinnutæki áhaldahúsa

    Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs dags. 30. apríl 2021 vegna endurnýjunar bifreiðar áhaldahúsins á Patreksfirði. Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kom inn á fundinn og fór yfir minnisblaðið.

    Bæjarráð tekur vel í tillöguna og vísar henni áfram til gerðar viðauka.

      Málsnúmer 2105003

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Keyrum kjálkan - birtingar sumar 2021

      Lagt fram erindi frá Vestfjarðastofu dags. 21. apríl 2021 þar sem Vesturbyggð er boðin þátttaka í átakinu "Keyrum kjálkann" sumarið 2021.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

        Málsnúmer 2105007

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Lántökur ársins 2021

        Lagt fyrir minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs þar sem lagt er til að lánasumsókn 2021 til lánasjóðs sveitarfélaga verði lækkuð úr 416 milljónir í 259 milljónir. Óskað verður eftir láni til ofanflóðasjóðs uppá 107,2 milljónir sem er útlagður kostnaður 2018-2020 að meðtöldum áætluðum útlögðum kostnaði 2021.
        Handbært fé í A hluta verði lækkað um 50 milljónir.

        Bæjarráð vísar breytingunni áfram til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2021.

          Málsnúmer 2102012 4

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Heilsustígar

          Lagt fram minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa dags. 10. maí 2021 varðandi verkefnið heilsustígar í Vesturbyggð. Teiknistofan Storð vinnur nú að hönnun og ráðgjöf vegna stíganna og er fyrsti áfangi verkefnisins á lokastigi hönnunar. Fyrsti áfangi verkefnisins er svokallaður Geirseyrarhringur. Á þessari leið er reiknað með 9 stöðvum og lengd stígsins verður um 2,5 km.

            Málsnúmer 2002038 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar

            Lagur er fyrir viðauki 3 við fjárhagsáætlun ásamt minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs þar sem lagt er til að færðir verði fjármunir sem ætlaðir voru til lagningar kanntsteins á Patreksfirði og bætt við það sem áætlað var til malbikunar. Samtals nemur fjárhæðin 3 milljónum. Hins vegar er lagt fyrir minnisblað hafnarstjóra þar sem lagt er til að færðir verði fjármunir sem ætlaðir voru til kaupa á bíl fyrir höfnina á Bídudal 3 milljónir og bætt við það sem ætlað var til tækjakaupa fyrir höfnina á Bíldudal.
            Viðaukinn hreyfir ekki handbært fé og hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta.

            Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum áfram til staðfestingar til bæjarstjórnar.

              Málsnúmer 2103010 15

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Aðalstræti 63, Patreksfirði - sala eigna

              Lagður fram kaupsamningur og söluyfirlit dags. 10. maí 2021 vegna sölu á Aðalstræti 63 á Patreksfirði.

              Bæjarráð staðfestir sölu eignarinnar og er söluverð eignarinnar 22 m. kr. Bæjarstjóra í samræmi við 5. mgr. 55. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er falið að undirrita skjöl vegna sölu eignarinnar.

                Málsnúmer 2007023

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Til kynningar

                8. Mál nr. 731 um barnaverndarlög ( barnaverndarþjónusta, samþætting o.fl.). Ósk um umsögn

                Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 27. apríl 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um barnaverndarlög (barnaverndarþjónusta, samþætting o.fl.), 731. mál.

                  Málsnúmer 2104062

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Mál nr. 748 um fjöleignarhús ( rafrænir húsfundir og fjölbreytt húsnæði). Ósk um umsögn

                  Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 27. apríl 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um fjöleignarhús (rafrænir húsfundir og fjölbreytt húsnæði), 748. mál.

                    Málsnúmer 2104063

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Mál nr. 378 um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofn sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags). Ósk um umsögn

                    Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 4. maí 2021, ásamt vinnuskjali með drögum að breytingum á frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem umhverfis- og samgöngunefnd vinnur að.

                      Málsnúmer 2101068 2

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Fundargerð nr. 897 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

                      Lögð fram til kynningar fundargerð 897. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 30. apríl 2021.

                        Málsnúmer 2105004

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2021

                        Lagðar fram til kynningar fundargerðir 188. og 189. fundar Breiðafjarðanefndar.

                          Málsnúmer 2103012 7

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          13. Fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu 2021

                          Lögð fram til kynningar fundargerð 35. fundar stjórnar Vestfjarðastofu 29. mars 2021.

                            Málsnúmer 2102060 5

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00