Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #966

Fundur haldinn í fjarfundi, 8. ágúst 2023 og hófst hann kl. 12:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Olíudreifing Patrekshöfn - umsókn um stækkun lóðar.

Erindi frá Olíudreifingu dags. 26.04.2023. Í erindinu er óskað eftir stækkun lóðar sem félagið hefur við Patrekshöfn, L140240. Umbeðin stækkun nemur 731 m2, á stækkunarsvæðinu áformar félagið að koma fyrir tveimur heygðum geymum, hvorum um sig 100-250m3 ásamt nýjum áfyllingarpalli. Geymarnir eiga að anna framtíðareftirspurn eftir sjálfbæru eldsneyti, eins og t.d. metanóli.

Erindinu fylgir afstöðu- og grunnmynd.

Hafna- og atvinnumálaráð frestaði afgreiðslu málsins á 49. fundi sínum þann 9.maí 2023.

Á 41. fundi hafna- og atvinnumálaráðs voru samþykkt áform Skeljungs um að koma upp eldsneytisafgreiðslu við norður-horn lóðar Olíudreifingar við Patrekshöfn, stöðin er ætluð fyrir stærri ökutæki. Umbeðin lóðarstækkun Olíudreifingar skerðir aðkomu að stöðinni. Hafna- og atvinnumálaráð lagði til að fleygur verði á norður-horni lóðar Olíudreifingar.

Hafna- og atvinnumálaráð lagði til við bæjarstjórn að stækkun lóðarinar verði samþykkt m.v. ofangreint. Ráðið vakti athygli umsækjenda á því að rafstrengir liggja um hluta svæðisins og þá er fráveita á vegum sveitarfélagsins einnig á hluta svæðisins. Breytingar á þessum kerfum verða á kostnað umsækjenda, þá þarf Olíudreifing einnig að standa straum af kostnaði við færslu á hluta bátauppsáturssvæðis sem þarf að flytja við stækkun lóðarinnar.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkti ekki að svo stöddu keyrsluleið frá áfyllingarplani inn á syðsta hluta hafnarkants. Staðsetning heygðra tanka er háð breytingu á deiliskipulagi.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir stækkun lóðarinnar.

    Málsnúmer 2305012 4

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Umsagnarbeiðini - Tækifærisleyfi-Tímabundið áfengisleyfi - Blus milli fjalls og fjöru.

    Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 19. júlí 2023 þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn um tímabundið áfengisleyfi í tilefni af Tónlistarhátíðinni Blús milli fjalls og fjöru í Félagsheimili Patreksfjarðar 25.ágúst nk.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

      Málsnúmer 2307020

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Bráðabirgða húsnæði Bíldudalsskóli kennarar

      Bæjarstjóri fór yfir tímabundar lausnir vegna skólaársins 2023 - 2024 vegna aðstöðu fyrir kennara Bíldudalsskóla. Fyrir liggur tilboð í færanlegar kennarastofu sem komið verður fyrir og mun nýtast sem vinnuaðstaða fyrir kennara. Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður 8,5-9,5 m.kr., ekki þarf að gera viðauka vegna verkefnisins.

        Málsnúmer 2307037

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Til kynningar

        4. Nr 136-2023 Breyting á lögum um sjúkratryggingu, ósk um umsögn

        Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá heilbrigðisráðuneytinu dags. 17. júlí sl. með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um Breyting á lögum um sjúklingatryggingu nr. 111/2000

          Málsnúmer 2307026

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Nr. 135-2023 - þingsályktun um stefn um alþjóðlega þrunarvinnu Íslands 2024-2028 - ósk um umsögn

          Lagður fram tölvupóstur frá utanríkisráðuneyti dags. 14.júlí sl. þar sem óskað er samráðs um tillögu til þingályktunar um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2024-2028.

            Málsnúmer 2307027

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Nr. 134-2023 - Breyting á gjaldskrá sýslumannsembættanna - ósk um umsögn

            Lagður fram tölvupósstur dagsetur 14.júlí sl. frá dómsmálaráðuneytinu þar sem óskað er samráðs breytingar á gjaldskrá sýslumannsembættanna.

              Málsnúmer 2307028

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Nr. 133-2023 - Frumvarp til laga um beytingu á húsaleigulögum - ósk um umsögn

              Lagður fram kynningar tölvupóstur frá innviðaráðuneyti dags. 13.júlí sl. um ósk um samráð um árfom um frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum, nr. 36-1994, með síðari breytingum (leiguskrá, forgangsréttur og fyrirsjáanleiki leiguverðs).

                Málsnúmer 2307029

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Mál nr. 1422023 - Áform um breytingar á persónuverndarlögum

                Lagður fram tölvupóstur frá dómsmálaráðuneyti dags. 18.júlí sl. þar sem óskað er samráðs um áform um breytingar á persónuverndarlögum.

                  Málsnúmer 2307022

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Nr. 141-2023 - Breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun - ósl um umsögn

                  Lagður fram tölvuóstur frá innviðaráðuneytinu dags. 18.júlí sl. þar sem óskað er samráðs um áform um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

                  Bæjarráð felur bæjarstjóra og hafnarstjóra að fara yfir málið og meta hvort að tilefni sé til þess að senda inn umsögn.

                    Málsnúmer 2307023

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Nr. 138-2023 breytingar um skráð trúfélög og llífskoðunarfélgög - ósk um umsögn

                    Lagður fram tölvupóstur frá dómsmálaráðuneyti dags. 17.júlí sl. þar sem óskað er samráðs um áform um breytingar á lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög og lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka).

                      Málsnúmer 2307024

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Nr. 137-2023 - Breytingar á lögum um söfnunarkassa og lögum um Happdrætti Háskóla Íslands- ósk um umsögn

                      Lagður fram tölvupóstur frá dómsmálaráðuneyti dags. 17.júlí sl. þar sem óskað er samráðs um áform um breytingar á lögum um söfnunarkassa og lögum um Happdrætti Háskóla Íslands (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka).

                        Málsnúmer 2307025

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. Fundargerð aðalfundur FsVfj

                        Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Félags skógarbænda á Vestfjörðum dags. 30.06.2023.

                          Málsnúmer 2208003 2

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          13. Grænbók um skipulagsmál, beiðni um umsögn

                          Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá innviðaráðuneytinu dags. 27.júlí sl. þar sem óskað er eftir umsögn um grænbók um skipulagsmál.

                          Bæjarráð felur bæjarstjóra og byggingafulltrúa að fara yfir málið og meta hvort að tilefni sé til þess að senda inn umsögn.

                            Málsnúmer 2308002

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            14. Áform um frumvarp til laga um högun í upplýsingatækni í rekstri ríkisins, beiðni um umsögn

                            Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu dags. 2.ágúst sl. þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um högun í upplýsingatækni í rekstri ríkisins.

                              Málsnúmer 2308004

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:40