Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #979

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 12. mars 2024 og hófst hann kl. 12:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) varamaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Verbúðin, nýting húsnæðisins

Upplýsingar um starfsemi í Verbúðinni og umræður um tillögur að frekari nýtingu húsnæðisins.

Bæjarráð hefur áhuga á að rýmið sem nú þegar er ekki í notkun á jarðhæð verbúðarinnar verði nýtt undir vinnustofur fyrir einstaklinga og felur bæjarstjóra og hafnarstjóra að útfæra hugmyndir um nýtingu og leggja fyrir hafna- og atvinnumálaráð.

    Málsnúmer 2403005

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Ástand vega innan Vesturbyggðar í mars 2024

    Rætt um alvarlegt ástand vega innan Vesturbyggðar, þ.á m. milli byggðakjarna sveitarfélagsins.

    Bæjarráð bendir á gríðarlega alvarlegt ástand vega á svæðinu vegna viðhaldsleysis og ónýtra vegakafla.
    Bæjarráð varar við varasömu ástandi á vegum á sunnanverðum Vestfjörðum, þá einkum á Mikladal, Raknadalshlíð og Barðaströnd.
    Bæjarstjóra falið að setja sig í samband við þingmenn kjördæmisins, umhverfis- og samgöngunefnd alþingis og Vegagerðina.

      Málsnúmer 2403017

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Fjárhagsáætlun 2024 - viðaukar

      Lagður fyrir viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2024. Viðaukinn er lagður fyrir vegna samnings við Brunavarnir Suðurnesja um eldvarnareftirlit á árinu 2024. Kostnaðurinn við samninginn eru 3.750.000 og tekjur á móti uppá 938.000 sem er hlutur Tálknafjarðarhrepps í samningnum. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Vesturbyggðar og sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps.
      Viðaukinn er fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

      Viðaukinn hefur áhrif á handbært fé sem lækkar úr 53.794 þúsund í A huta og verður 50.982 þúsund. Í A og B hluta lækkar úr 113.607 þúsund í 110.795 þúsund.
      Rekstrarniðurstaða í A hluta fer úr 25.146 þúsund í 22.334 þúsund. Í A og B huta fer rekstrarniðurstaðan úr 99.409 þúsund í 96.597 þúsund.

      Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum áfram til staðfestingar bæjarstjórnar.

        Málsnúmer 2402036 4

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Langtíma kjarasamningar - stuðningur ríkisstjórnar og Samband íslenskra sveitarfélaga

        Lögð er fram áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024 ásamt stuðningsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga í mars 2024.

        Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með að kjarasamningar hafi náðst til lengri tíma, með það að markmiði að ná niður vöxtum og verðbólgu og skapa þar með skilyrði fyrri stöðuleika og aukinn fyrirsjáanlega. Bæjarráð samþykkir að leggja sitt af mörkum til að auka sátt á vinnumarkaði, m.a. með endurskoðun gjaldskráa ársins 2024 sbr. bókun bæjarráðs þann 9. janúar sl. og að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar frá og með ágúst 2024.

        Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps um tillögur að gjaldskrárbreytingum vegna sameiningar sveitarfélaganna og leggja tillögurnar fyrir í viðauka við fjárhagsáætlun til samþykktar hjá bæjarstjórn.

          Málsnúmer 2403016

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Til kynningar

          5. Umsóknir um styrki í fiskeldissjóð 2024

          Umsóknir Vesturbyggðar til Fiskeldissjóðs lagðar fram til kynningar.

          Lagt fram til kynninga.

            Málsnúmer 2403004

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Endurmat Brúar lífeyrissjóðs um innheimtu lífeyris

            Lagt fyrir til kynningar álit reikningsskila- og upplýsinganefndar um hvernig færa skuli kröfu frá Brú lífeyrissjóði sem til er komin vegna tryggingafræðilegs endurmats sjóðsins og birt var sveitarfélögum í ársbyrjun 2024.

            Að áliti nefndarinnar er rétt að færa fjárhæð sbr. ofangreint á breytingu lífeyrisskuldbindinga í rekstrarreikningi með mótfærslu á lífeyrisskuldbindingu í efnahag, þar sem um matsbreytingu er að ræða. Telur nefndin þessa framkvæmd í samræmi við 2. mgr. 13. gr. laga um ársreikninga nr. 3/2006.

            Lagt fram til kynningar.

              Málsnúmer 2402061

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Stjórnunar og verndaráætlun Látrabjarg

              Fundargerð kynningarfundar fyrir landeigendur vegna gerðar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir látrabjarg var haldinn 19. febrúar sl.
              Eftir kynningarfundinn tekur við 5 vikna opið kynningarferli þar sem öll áhugasöm geta skoðað drög að áætluninni og sent inn athugasemdir eða ábendingar.

              Lagt fram til kynningar.
              Vísað til umræðu í umhverfis- og skipulagsráði.

                Málsnúmer 2112014 4

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Sorphirða Verkfundargerðir Verktaka og Verkkaupa

                Lögð fram til kynningar fundargerð 10. verkfundur milli Kubbs, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sem haldinn var 5. mars 2024. Til aðgreiningar er viðbótartexti í nýjustu fundargerð bláletrað.

                  Málsnúmer 2203080 9

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

                  Lögð fram til kynningar 944. fundargerð stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 23. febrúar 2024.

                  Lagt fram til kynningar.

                    Málsnúmer 2401076 6

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Til samráðs -Aðgerðaráætlun landbúnaðarstefnu

                    Lagður fram tölvupóstur frá matvælaráðuneytinu dags. 29. febrúar sl. með ósk um umsögn um Aðgerðaráætlun landbúnaðarstefnu.

                    Lagt fram til kynningar.

                      Málsnúmer 2403007

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Til samráðs - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt og lögum um kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða.

                      Lagður fram tölvupóstur frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu dags. 4. mars sl. með ósk um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt og lögum um kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða.

                      Lagt fram til kynningar.

                        Málsnúmer 2403009

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. Til samráðs - drög að tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til 2030.

                        Lagður fram tölvupóstur frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu dags. 28. febrúar sl. með ósk um umsögn um drög að tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til 2030.

                        Lagt fram til kynningar.

                          Málsnúmer 2403011

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          13. Til samráðs - Breyting á lögum um opinber skjalasöfn

                          Lagður fram tölvupóstur frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu dags. 24. febrúar sl. með ósk um umsögn um breytingu á lögum um opinber skjalasöfn.

                            Málsnúmer 2402055

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:20