Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #2

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 25. júní 2024 og hófst hann kl. 14:00

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar

Almenn erindi

1. Hitaveita Krossholti

Lagt fram erindi hagsmunasamtaka fasteignaeigenda að Krossholtum. Fulltrúar samtakanna mættu til fundar við bæjarráð þar sem málefni Hitaveitu á Krossholtum voru rædd.
Jafnframt er lögð fyrir fundinn stefna landeiganda Kross á Barðaströnd vegna nýtingarleyfis Vesturbyggðar á jarðhita á Krossholti á Barðaströnd.

Auður Hallgrímsdóttir stjórnarformaður hagsmunasamtaka fasteignaeigenda í Krossholti og Unnur Lilja Hermannsdóttir lögfræðingur hagsmunasamtakanna sátu dagskrárliðin í gegnum teams.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram. Samþykkt að funda með hagsmunasamtökunum fyrir næsta fund bæjarstjórnar sem verður 21. ágúst nk.

Vísað til heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Aflamark á Tálknafirði - ósk um umsögn

Lagður fram tölvupóstur frá Byggðastofnun dags. 14 júní sl. með ósk um umsögn um úthlutnun aflamarks á Tálknafirði.

Bæjarráð Vesturbyggðar gerir ekki athugsemd við tillögu aflamarksnefndar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Beiðni til sveitarstjórnar um smölun ágangsfjár

Lagt fram erindi frá Bjarna Kristjánssyni sem barst með tölvupósti dags. 14. júní 2024 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið hlutist til um að smala ágangsfé á jörð bréfritara, Auðshaugi, skv. 1. mgr. 33. gr. laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986.

Bæjarráð Vesturbyggðar bendir á að samkvæmt samþykkt um búfjárhald í Vesturbyggð er lausanga sauðfjár heimil utan þéttbýla í sveitarfélaginu, sbr. 5. gr. laga um búfjárhald, nr. 38/2013. Í erindinu koma ekki fram upplýsingar um umfang og/eða hver er fjöldi ágagnsfjár eða hvert mögulegt tjón bréfritara kunni að vera vegna ágangsfjár. Í samræmi við leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga felur bæjarráð bæjarstjóra/sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að afla frekari upplýsinga og gagna frá bréfritara og eftir atvikum eigendum sauðfjár á svæðinu, svo unnt sé að taka afstöðu til beiðni bréfritara um smölun ágangsfjár.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Móatún, framkvæmdir 2024

Lögð fram niðurstaða í útboði á endurgerð Móatúns Tálknafirði, götu og lögnum. Óskað var eftir tilboðum í verkhluta í gatnagerð, fyllingu, vatnslagnir, holræsalagnir og burðalag vegna endurgerðar á götu, yfirborðsfrágangur er fyrirhugaður á árinu 2025.
Einn aðili skilaði tilboði, Allt í járnum ehf Tálknafirði. Leiðrétt tilboðsfjárhæð Allt í járnum var kr. 76.465.240 en kostnaðaráætlun var 64.000.000.-
Tilboð var 119,5% miðað við kostnaðaráætlun.

Sviðstjóri umhverfis og framkvæmdasviðs leggur til að tilboði Allt í járnum ehf verði hafnað.
Sviðstjóri umhverfis og framkvæmdasviðs óskar jafnframt eftir heimild til að taka upp viðræður við verktakann á grundvelli útboðsgagna, með það í huga að framkvæmdir við endurgerð Móatúns muni hefjast í sumar, þannig að hægt verði að klára endurgerð götunnar næsta sumar.

Bæjarráð samþykkir að tilboðinu verði hafnað og heimilar sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að taka upp viðræður við bjóðandann á grundvelli útboðsgagna, með það í huga að framkvæmdir við endurgerð Móatúns muni hefjast í sumar, þannig að hægt verði að klára endurgerð götunnar næsta sumar.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Ráðning bæjarstjóra

Lagður fyrir til samþykktar ráðningasamningur bæjarstjóra.

Bæjarráð samþykkir samninginn í umboði bæjarstjórnar Vesturbyggðar sbr. bókun á 2. fundi bæjarstjórnar dags. 21.06.2024.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Tillaga að lýsingu Svæðisskipulags Vestfjarða

Lögð fyrir lýsing að Svæðisskipulagi Vestfjarða.
Skila þarf inn umsögn fyrir 28. júní nk.

Lilja Magnúsdóttir kom inná fundinn og kynnti verkefnið fyrir bæjarráði.

Bæjarráð Vesturbyggðar gerir ekki athugasemd við lýsingu Svæðisskipulagsins.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Gjaldskrár

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir leigu á skrifborðum og rými í Vatneyrarbúð Patreksfirði.

Bæjarráð samþykkir gjaldskránna.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Landamerki Litla-Eyri - Bíldudalur

Elfar Steinn Karlsson byggingafulltrúi Vesturbyggðar kom inná fundinn og fór yfir mál vegna landamerkja lands Litlu Eyrar á Bíldudal

Mikilvægt er að málið vinnist hratt og vel svo hægt sé að halda áfram vinnu við ofanflóðavarnir á Bíldudal.

Bæjarráð felur byggingafulltrúa að vinna áfram að málinu og vera í samskiptum við landeigendur.

Vísað áfram til heimastjórnar Arnarfjarðar til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

9. Fjórðungsþing að sumri 19. júní 2024

Þinggerð 69. Fjórðungsþings Vestfirðinga að sumri lagt fram til kynningar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Til samráðs -Frumvarp til laga um loftlagsmál (ný heildarlög)

Lagður fram tölvupóstur frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu dags. 18. júní sl. með ósk um umsögn um frumvarp til laga um loftlagsmál ( ný heildarlög).

Vísað áfram til loftlags- og umhverfisráðs til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Til samráðs - Ný og uppfærð aðgerðaráætlun í loftlagsmálum

Lagður fram tölvupóstur frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu dags. 14. júní sl. með ósk um umsögn um nýja og uppfærða aðgerðaráætlun í loftlagsmálum.

Vísað áfram til loftlags- og umhverfisráðs til kynningar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Til samráðs - Reglugerð um lista yfir störf sem falla undir 3. mgr. 8. gr. laga um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97-2002.

Lagður fram tölvupóstur frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu dags. 13. júní sl. með ósk um umsögn um reglugerð um lista yfir störf sem falla undir 3. mgr. 8. gr. laga um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Til samráðs - Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um skoðun ökutækja

Lagður fram tölvupóstur frá innviðaráðuneytinu dags. 12.júní sl. með ósk um umsögn um drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um skoðun ökutækja.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Til samráðs - Áform um heilstæða stefnumótun fullnustumála (Grænbók)

Lagður fram tölvupóstur frá dómsmálaráðuneytinu dags. 5.júní sl. með ósk um umsögn um áform um heildstæða stefnumótun fullnustumála ( Grænbók).

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Til samráðs -Drög að flokkun fimm virkjunarkosta


16. Til samráðs - Áform um gerð samninga við Þekkingarsetur á landsbyggðinni

Lagður fram tölvupóstur frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu dags. 18. júní sl. með ósk um umsögn um áform um gerð samninga við þekkingarsetur á landsbyggðinni.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17. Grenjavinnsla 2024

Samningar vegna grenjavinnslu 2024. Átta veiðimenn hefa fengiðð samning vegna veiða 2024 á ref, tveir aðilar til viðbótar hafa verið fengnir til veiða á minnk en samningar vegna þeirra veiða eru ekki að fullu kláraðir.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


18. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

Lögð fram til kynningar 948. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


19. Brunnar Patreksfirði Endurgerð götu

Fyrsti verkfundur vegna framkvæmda við endurgerð Brunna, lagnir og gata. Til aðgreiningar eru nýr texti frá verkfund í bláu.
Verktaki fer af stað í framkvæmdir á næstu dögum, byrjað verður á að komast í enda stofn fráveitu til að hæðartaka upphaf fráveitulagna. Jafnframt verður farið í að fjarlægja gangstéttarkanta og yfirborð gömlu gangstéttar. Verktaki er að vinna framkvæmdaáætlun og verður hún kynnt íbúum um leið og hún liggur fyrir. Einnig er skilti varðandi framkvæmdir í vinnslu.

Málsnúmer11

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


20. Stofnframlög

Lagður fyrir tölvupóstur dags. 21.06.2024 frá Húsnæðis og mannvirkjastofnun þar sem vakin er athygli á því að opnað verði fyrir umsóknir um stofnframlög til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 183/2020 25. júní nk.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00