Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #3

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 9. júlí 2024 og hófst hann kl. 14:00

Nefndarmenn
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varaformaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) bæjarstjóri
  • Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir (NLS)

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar

Almenn erindi

1. Stjórnskipan - skipan í ráð og nefndir

Skipað í ráð og nefndir skv. Samþykktum um stjórn sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar og bókun bæjarstjórnar Vesturbyggðar frá 2. fundi bæjarstjórnar þar sem bæjarráði var falin fullnaðarafgreiðsla skv. 32. gr. samþykkta um stjórn nr. 410/2024 til að skipa í ráð og nefndir Vesturbyggðar.

Yfirkjörstjórn
Aðalmenn:
Finnbjörn Bjarnason - formaður
Edda Kristín Eiríksdóttir
Sigurvin Hreiðarsson

Til vara:
Birna Hannesdóttir
Guðný Sigurðardóttir
Thelma Dögg Theodórsdóttir

Undirkjörstjórn Patreksfjarðar
Aðalmenn:
Karólína Guðrún Jónsdóttir - formaður
Kristján Arason
Símon Símonarson

Til vara:
Jón Bessi Árnason
Anna Stefanía Einarsdóttir
Rafn Hafliðason

Undirkjörstjórn Arnarfjarðar
Aðalmenn:
Ólafía Björnsdóttir - formaður
Silja Baldvinsdóttir
Erla Rún Jónsdóttir

til vara:
Lára Þorkelsdóttir
Jóna Runólfsdóttir
Sigurmundur Freyr Karlsson

Undirkjörstjórn Tálknafjarðar
Aðalmenn:
Pálína Kristín Hermannsdóttir - formaður
Inga Jóhannesdóttir
Magnús Óskar Hálfdánsson

Til vara:
Berglind Eva Björgvinsdóttir
Eygló Hreiðarsdóttir
Hafdís Helga Bjarnadóttir

Undirkjörstjórn Barðastrandar
Aðalmenn:
María Úlfarsdóttir - formaður
Hákon Bjarnason
Ólafur Gestur Rafnsson

Til vara:
Ólöf Sigríður Pálsdóttir
Ólöf Guðrún Þórðardóttir
Þórhildur Jóhannesdóttir

Vestur Botn
Aðalmenn:
Jón Árnason - formaður
Friðbjörg Matthíasdóttir
Rebekka Hilmarsdóttir

Til vara:
Sigurður Viggósson
Ólafur Byron Kristjánsson
Páll Vilhjálmsson

Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti.
Aðalmenn:
Páll Vilhjálmsson
Friðbjörg Matthíasdóttir
Jenný Lára Magnasdóttir
Lilja Magnúsdóttir
Egill Ólafsson

Varamenn:
Gunnþórunn Bender
Maggý Hjördís Keransdóttir
Tryggvi Baldur Bjarnason
Birta Ósmann Þórhallsdóttir
Anna Heiða Ólafsdóttir

Öldrunarráð
Aðalmenn:
Tilnefnd af Vesturbyggð
Nanna Sjöfn Pétursdóttir - formaður
Guðlaug Sigurrós Björnsdóttir
Gunnþórunn Bender

Tilnefnd af félagi eldri borgara
Símon Símonarson
Jóna Runólfsdóttir
Inga Jóhannesdóttir

Tilnefnd af Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Margrét Brynjólfsdóttir

Til vara:
Tilnefnd af Vesturbyggð
Helga Gísladóttir
Jóhann Örn Hreiðarsson
Páll Vilhjálmsson

Tilnefnd af félagi eldri borgara
Ásdís Ásgeirsdóttir
Þórhildur Jóhannesdóttir
Jóna Sigursveinsdóttir

Tilnefnd af Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Margrét Guðmundsdóttir

Áheyrnarfulltrúi Velferðaráðs Ísafjarðabæjar
Aðalmaður:
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir

Til vara:
Páll Vilhjálmsson

Fasteignir Vesturbyggðar
Skv. samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar myndar bæjarráð stjórn Fasteigna Vesturbyggðar og varafulltrúar bæjarráðs eru varamenn félagsins.

Fasteignafélagið 101 Tálknafjörður
Skv. samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar myndar bæjarráð stjórn Fasteignafélagsins 101 Tálknafjörður og varafulltrúar bæjarráðs eru varamenn félagsins.

Almannavarnarnefnd
Skv. samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar er almannavarnanefnd skipuð sex aðalmönnum og jafnmörgum til vara skv. 9. og 11. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008. Nefndina skipa bæjarstjóri, slökkviliðsstjóri, fulltrúi embættis lögreglustjóra Vestfjarða, Rauða kross deild Vestur-Barðastrandarsýslu, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og fulltrúi svæðisstjórnar björgunarsveita á svæði sex ásamt varamönnum þeirra. Nefndin kýs sér sjálf formann og varaformann.

Bæjarstjóra er falið að kalla eftir tilnefningum aðal- og varafulltrúa í nefndina frá ofnagreindum aðilum.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Sólmyrkvi 12. ágúst 2026

Erindi vísað til bæjarráðs frá 1. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs. Á fundinum lagði ráðið til að bæjarráð skipaði starfshóp um undirbúning vegna sólmyrkvans 12. ágúst 2026.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að skipaður verði starfshópur um undirbúning vegna sólmyrkvans 12. ágúst 2026. Starfshópurinn verði skipaður eftirtöldum aðilum:

Páll Vilhjálmsson - formaður bæjarráðs
Tryggvi B. Baldursson - formaður skipulags- og framkvæmdaráðs
Freyja Pedersen - formaður umhverfis og loftlagsráðs
Elín Eyjólfsdóttir - formaður heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps
Edda Kristín Eiríksdóttir - heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps
Maggý Hjördís Keransdóttir - fulltrúi bæjarstjórnar í heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps

Vísað áfram til heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps til kynningar.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Nýtingarleyfi til töku grunnvatns á Gileyri, Arnarlax - umsagnarbeiðni

Lagður fram tölvupóstur frá Orkustofnun dags. 27. júní sl. með ósk um umsögn um beiðni Arnarlax ehf. um nýtingarleyfi til töku grunnvatns á Gileyri í Tálknafirði.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við útgátu nýtingarleyfisins.

Vísað áfram til heimastjórnar Tálknafjarðarhrepps til kynningar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir

Lagt fyrir minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélga dags. 4. júlí 2024. Í minnisblaðinu kemur fram að samkvæmt sameiginlegri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 7. mars sl. sem hafði það að markmiði að greiða fyrir langtímakjarasamningum á vinnumarkaði var ákveðið að gera skólamáltíðir í grunnskólum gjaldfrjálsar frá og með hausti 2024.
Ríkið greiðir sem nemur 75% af því sem foreldrar hefðu áður greitt á móti sveitarfélögum. Gert er ráð fyrir 148 grunnskólabörnum og er framlag ríkisins því 5.345.142 fyrir tímabilið ágúst - desember 2024.

Bæjarstjóra falið að fara yfir kostnaðartölur með það fyrir augum að kanna hvort tilefni sé til þess að gera viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og leggja fyrir bæjarráð ef þarf ásamt breytingu á gjaldskrá.

Bæjarráð gerir athugasemdir við það að ekki hafi verið tekið tillit til stærðarhagkvæmni, samkeppni á markaði og aðgengi að aðföngum þegar niðurgreiðsla ríkis á hvert barn var reiknað.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Ráðning sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslusvið

Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir vék af fundi.

Samþykkt var samhljóða að ráða Nönnu Lilju Sveinbjörnsdóttur tímabundið í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Vesturbyggðar fram að fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar vorið 2026.

Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir kom aftur inná fundinn.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Reglur um auglýsingaskilti í þéttbýli í Vesturbyggð

Lögð fyrir tillaga frá heimastjórn Patreksfjarðar, fundi nr. 1. varðandi gerð reglugerðar um auglýsingaskilti í þéttbýli Vesturbyggðar. Heimastjórn Patreksfjarðar lagði til við bæjarráð að unnar verði reglur fyrir þéttbýli í Vesturbyggð um uppsetningu auglýsingaskilta, staðsetningar þeirra, stærð og útlit.

Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra og vinna málið áfram og leggja að nýju fyrir bæjarráð.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

Lagðar fram drög að reglum um fjárhagsáætlunarferlið 2024 vegna áætlunar 2025 - 2028 ásamt drögum að dagsetningum við vinnu fjárhagáætlunar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að uppfæra reglur um fjárhagsætlunarferlið til samræmis við hlutverk heimastjórna.

Dagsetningum og uppfærðum reglum vísað áfram í ráð og heimastjórnir til kynningar.

Málsnúmer36

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Sumarlokun 2024 - Ráðhús Vesturbyggðar

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 9. júlí 2024, með tillögu að sumarlokun í ráðhúsi Vesturbyggðar 2024. Í minnisblaðinu er lagt til að afgreiðsla ráðhússins verði lokuð í tvær vikur í sumar, frá og með 29. júlí til og með 9. ágúst 2024. Tilkynnt verði um lokunina á heimasíðu sveitarfélagsins og þar leiðbeint hvernig unnt er að hafa samband við sveitarfélagið á meðan lokun stendur.

Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli

Lagður fram tölvupóstur frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu dags. 2. júlí sl. með tilboði til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli.

Bæjarráð fagnar verkefninu sem er virkilega þarft.

Gerð er athugasemd varðandi þær tengingar sem eru ekki styrkhæfar sökum þess að fjarskiptafyrirtækin hafa lagt fram áform um lagningu ljósleiðara í þau hús. Í ár líkt og svo oft áður eru lagðar fram mjög svo metnaðarfull áform um lagningu ljósleiðara á okkar svæði. Margsinnis hafa verið sett fram áform um lagningu ljósleiðara í þéttbýli sem ekki er staðið við. Það eru því vonbrigði að stór hluti Patreksfjarðar er ekki inn í tilboði fjarskiptasjóðs sökum þess, en ólíklegt má teljast að staðið verði við áformin á markaðslegum forsendum nú frekar en áður.

Bæjarráð samþykkir tilboðið.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Beiðni til sveitarstjórnar um smölun ágangsfjár

Lögð fyrir greinagerð landeiganda að Auðshaugi dags. 1 júlí 2024, vegna bókunar bæjarráðs Vesturbyggðar á fundi bæjarráðs 25. júní sl. vegna beiðni landeiganda um smölun ágangsfjár að Auðshaugi.

Bæjarráð ítrekar beiðni frá 28. júní um upplýsingar um hvert umfang og eða hver fjöldi ágangsfjár er og hvert mögulegt tjón kann að vera vegna þess.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

11. Til samráðs - Áform um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá innviðaráðuneytinu dags. 28. júní sl. með ósk um umsögn um áform um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Bæjarráð vísar málinu til umhverfis-og loftlagsráðs til umfjöllunar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

Lagðar fram til kynningar 949. og 950. fundargerðir stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Upplýsingar um stöðu mála varðandi umhverfiseftirlit og framtíð heilbrigðiseftirlits.

Lagður fram tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dags. 27. júní sl. þar sem farið er yfir stöðu mála varðandi umhverfiseftirlit og framtíð heilbrigðiseftirlits.

Bæjarráð vísar málinu til umhverfis-og loftlagsráðs til umfjöllunar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00